ENSK2BA05 - Enska fyrir sjálfstæðan notanda, b1/b2
Áhersla er lögð á lestur bæði bókmennta- og rauntexta þannig að nemandi geti beitt mismunandi lestraraðferðum. Hlustunaræfingar miða að því að nemendur geti skilið ótextað myndefni. Aukin áhersla lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða og grunnstig þverfaglegs orðaforða vísinda og fræða. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Í ritunarþætti áfangans er lögð áhersla á setningaskipan, orðaforða og skipulega framsetningu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Hagnýtum og grunnstigum þverfaglegs orðaforða til notkunar í námi á efri þrepum (miðað við Academic Word List og Word Frequency Lists).
- Reglum um setningaskipan og notkun tengiorða, svo og skipulega framsetningu texta, sbr. ritgerðasmíð.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Lesa og skilja fjölbreytilega rauntexta, svo og bókmenntatexta.
- Nota og skilja daglegt mál og geta í aðalatriðum fylgst með málefnum líðandi stundar.
- Tjá sig munnlega á skýran og skiljanlegan hátt um almenn málefni.
- Tjá sig skriflega á skipulegan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Lesa rauntexta og bókmenntatexta og átta sig á merkingu þeirra.
- Skilja efni úr fjölmiðlum.
- Taka þátt í samræðum, og gera grein fyrir sínum skoðunum á skýran hátt um málefni líðandi stundar.
- Skrifa stuttar ritgerðir og greinar á skipulegan hátt.
Undanfari: Einkunnin B, B+ eða A úr grunnskóla.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.