ENSK1AA00 - Almennur orðaforði, málnotkun og ritun
Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði í ensku rifjuð upp til að nemandi geti tekist á við nám í faginu á framhaldsskólastigi. Unnið með markvissar málfræði- og orðaforðaæfingar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta, bæði bókmenntatexta og texta almenns eðlis. Skilningur á töluðu máli er þjálfaður með hlustun á rauntexta. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig með viðeigandi orðalagi um almenn efni á ensku. Ritun er þjálfuð með fjölbreyttum æfingum þar sem áhersla er lögð á að skrifa texta á skipulagðan hátt og skipta í efnisgreinar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning til að:
- Greina grunnreglur í enskri málfræðibæta við grunnorðaforða (upp í 2000 orð miðað við Word Frequency Lists).
- Skilja almenna rauntexta og einfalda bókmenntatexta.
- Skilja almenna rauntexta í útvarpi og sjónvarpi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Beita grunnreglum enskrar málfræði í tali og ritun.
- Skrifa samfelldan texta og skipta eigin texta í viðeigandi málsgreinar.
- Tjá sig um almenn málefni með viðeigandi orðalagi, munnlega og skriflega.
- Lesa almenna rauntexta og einfalda bókmenntatexta.
- Byggja upp og bæta við sinn orðaforða með mismunandi aðferðum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Vinna á fjölbreyttan hátt með almenna rauntexta og einfalda bókmenntatexta.
- Nýta grunnorðaforða í tal- og ritmáli.
- Taka þátt í almennri umræðu á ensku.
- Geta sjálfstætt aukið orðaforða sinn.
Undanfari: Einkunnin C+ eða C úr grunnskóla. Einingar teljast ekki til stúdentsprófs.
Námsmat: Símat.