ENSA1FB00 - Enska 1 á framhaldsskólabrú
Megintilgangur áfangans er að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart ensku, bæði í töluðu máli og rituðu. Lesefni áfangans er af ýmsum toga, bæði bókmenntatextar og tímaritsgreinar. Ritunarverkefni eru bæði frjáls og ritun sem byggir á lesefni áfangans. Áhersla er lögð á notkun orðabóka á netinu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Grundvallaratriðum enskrar málfræði.
- Grunnorðaforða til skilnings á textum og töluðu máli um kunnugleg efni og einnig til ritunar um sömu efni.
- Tilteknum hagnýtum orðarforða daglegs lífs.
- Heildarinntaki í munnlegum frásögnum og samtölum um efni almenns eðlis.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Skilja talað mál um kunnuglegt efni.
- Skilja almenna texta með orðaforða úr daglegu lífi.
- Mynda setningar um kunnugleg efni.
- Nota upplýsingatækni til að afla sér gagna og efnis í málanáminu.
- Lesa á ensku sér til gagns og ánægju.
- Taka þátt í einföldum samtölum á ensku.
- Semja stuttar efnisgreinar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Skilja almennt einfalt daglegt mál, þ.m.t. úr kvikmyndum og öðru afþreyingarefni ...sem er metið með... kynningu á verkefninu eða öðru munnlegu verkefni.
- Skilja almenna einfalda texta um kunnuglegt efni.
- Skilja stuttar blaða- og tímaritsgreinar um almenn efni og námsefni.
- Lesa sér til ánægju, t.d. bókmenntir eða um hugðarefni sín, og geta tjáð sig um efnið.
- Miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á.
- Skrifa stutta, samfellda texta um persónuleg efni eða áhugamál og efni sem tengist námsefni áfangans.
Undanfari: Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi.