EÐLI2BA05 - Hreyfing og kraftur
Þungamiðja áfangans er kynning á hreyfi- og kraftafræði Newtons, út frá línulegri hreyfingu, ásamt vinnu- og orkulögmálinu. Þrýstings- og skriðþungahugtökin eru kynnt og hreyfifræðin útvíkkuð með athugun á einfaldri hringhreyfingu. Nemendur eru þjálfaðir í vinnubrögðum raunvísinda. Þeir vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
Helstu efnisatriði eru:
- Hreyfilýsing í einni og tveimur víddum.
- Einföld hringhreyfing.
- Kraftar og skriðþungi.
- Einföld skilgreining á þrýstingi.
- Vökvaþrýstingur.
- Orka, vinna og afl.
- Orkuvarðveisla.
Nemandi hefur almenna þekkingu og skilning til að gera grein fyrir:
- Hugtökum og lögmálum eðlisfræðinnar sem talin eru upp í efnisatriðum.
- Þróun vísindalegra rannsókna í eðlisfræði allt frá dögum Galileós og Newtons.
- Mikilvægi línurita og jafna við lausn verkefna í eðlisfræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Setja fram og vinna með og töluleg gögn.
- Snúa eðlisfræðijöfnum til að einangra mismunandi stærðir.
- Setja eðlisfræðilegar upplýsingar fram með jöfnum.
- Gera skýringarmyndir af uppsetningu tilrauna sem hann framkvæmir.
- Setja eðlisfræðilegar mælingar fram í töflum og línuritum.
- Vinna að mælingum í samstarfi við aðra nemendur.
- Vinna með ýmiss konar tæki m.a. tölvutengd við framkvæmd tilrauna.
- Nota tölvuforrit við lausn verkefna og ritun skýrslna.
Nemandi skal vera fær um að nýta þekkingu og leikni sína til að:
- Túlka lögmál eðlisfræðinnar með eigin orðum.
- Skýra fyrir öðrum og ræða um þau eðlisfræðilegu fyrirbæri sem hann hefur kynnst.
- Sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
- Vinna í hóp að mælingum og athugunum í eðlisfræði.
- Nota línurit við túlkun eðlisfræðilegra mælinga.
- Vinna með jöfnur og leysa verkefni sem tengjast eðli.sfræðilögmálunum.
- Leggja á gagnrýninn hátt mat á upplýsingar sem tengjast eðlisfræði.
- Tengja þekkingu sína í eðlisfræði við daglegt líf sitt og umhverfi og sjá notagildi hennar.
Undanfari: STÆR2BA05 eða STÆR2BC05.
Námsmat: Lokapróf og verkefnavinna. Lokapróf gildir 15-70%, fer eftir námsárangri nemenda á önninni.