DANS2BB05 - Danska fyrir sjálfstæðan notanda - c

Lögð er áhersla á að nemendur verði læsir á flókna texta og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Nemendur fá ríkuleg tækifæri til munnlegrar og skriflegrar tjáningar og vinna saman að verkefnum og kynningum sem þeir flytja fyrir hópinn. Nemendur leita m.a. fanga á vefsíðum og horfa á stuttmyndir. Áhersla er lögð á skapandi skrif en einnig þjálfast nemendur í að umskrifa og bæta eigin texta. Yfir önnina safna nemendur verkefnum í möppu sem endurspeglar færni þeirra í öllum þáttum tungumálsins.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hvernig ólík viðhorf og gildi móta danska menningu og geta tengt þau eigin samfélagi og menningu.
  • Hvernig hann flokkar og greinir orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða.
  • Hvernig stjórnmál, fjölmiðlar og saga hafa haft áhrif á þjóðfélagsmótun í Danmörku.
  • Hvernig hann greinir orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.
  • Þær hefðir sem eiga við um talað og ritað mál t.d. mismunandi málsnið.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa margs konar gerðir texta, ekki síst fræðitexta, og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er.
  • Skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir.
  • Lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð.
  • Skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.
  • Beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir grunnhæfniviðmiðum þrepsins.
  • Taka virkan þátt í samræðum á viðeigandi hátt og geta beitt málfari við hæfi.
  • Nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum.
  • Tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér.
  • Geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg.
  • Skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður sem og skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál.
  • Skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Afla sér upplýsinga úr fjölmiðlum, fréttum, fyrirlestrum og frekar flóknum rökræðum.
  • Afla sér upplýsinga úr greinum og skýrslum sem tengjast vandamálum samtímans þar sem fram koma ákveðin viðhorf eða skoðanir.
  • Geta greint stílbrigði úr löngum og flóknum textum og nútímabókmenntum.
  • Geta lesið úr lengri tæknileiðbeiningum.
  • Geta tekið þátt í samræðum af nokkru öryggi og án mikillar umhusunar í regulegum samskiptum við Dani.
  • Geta tekið virkan þátt í umræðum um kunnugleg málefni og geta gert grein fyrir og haldið skoðunum sínum á lofti.
  • Geta skrifað margs konar texta, s.s. ritgerð eða skýrslu, til að koma upplýsingum eða skoðunum á framfæri, og fylgt þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki.
  • Geta skrifað bréf og lagt áherslu á mikilvægi ýmissa atburða og reynslu.

Undanfari: DANS2BA05.

Námsmat: Sjá kennsluáætlun.