DANS1AA00 - Danska fyrir sjálfstæðan notanda - a

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Nemendur kynnist frekar danskri menningu með því að lesa fréttir og greinar á netinu og fylgjast með málefnum líðandi stundar í Danmörku. Jafnframt er lögð áhersla á aukinn orðaforða og lesskilning svo þeir geti beitt ólíkum lestraraðferðum og tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Nemendur geri sér einnig ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Einkennum danskra siða, menningar og þjóðfélags.
  • Hvernig hann aflar sér viðeigandi orðaforða á markvissan hátt.
  • Hvernig hann stuðlar að eigin framförum í málanáminu.
  • Beitingu upplýsingatækni við málanámið.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skilja heildarinntak í munnlegum frásögnum og samtölum um efni almenns eðlis.
  • Hlusta eftir og skilja smáatriði í samtölum, tilkynningum og frásögnum þar sem nauðsynlegt er að skilja til fullnustu það sem sagt er.
  • Lesa í ólíkum tilgagni og beita ólíkum lestaraaðferðum (leitarlestur, yfirlitsrestur, hraðlestur og námkvæmnislestur).
  • Lesa sér til gagns og ánægju og geta sér til um merkingu orða út frá samhenginu.
  • Taka óundirbúinn þátt í samtölum við ólíka viðmælendur um efni sem hann þekkir eða tengjast daglegu lífi.
  • Segja nokkuð lipurlega frá ýmsu sem hann hefur áhuga á og haldið rökréttum þræði í frásögninni.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Afla orðaforða um ákveðið efni og gera munnlega grein fyrir verkefninu.
  • Lesa smásögur og tjá sig munnlega og skriflega um efni þeirra með viðeigandi orðaforða.
  • Hlusta á og miðla efni með viðeigandi orðaforða.

Undanfari: Einkunnin C+ eða C úr grunnskóla. Einingar teljast ekki til stúdentsprófs.

Námsmat: Sjá kennsluáætlun.