BÓKF3CA05 - Bókfærsla III

Meginhluti áfangans felst í gerð og greiningu ársreikninga. Farið er í lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Áhersla er lögð á uppsetningu rekstrar- og efnahagsreiknings í samræmi við lög um ársreikninga. Farið er í gerð fjárstreymisyfirlita, sjóðstreymis og fjármagnsstreymis. Ársreikningar eru túlkaðir með kennitölum. Nemendum er kynntur mismunur á uppgjöri samkvæmt góðri reikningsskilavenju og uppgjöri samkvæmt skattalögum.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Lögum um ársreikninga.
  • Reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga.
  • Þekki til fjármagnsstreymis.
  • Hafi kynnt sér ársskýrslur fyrirtækja.
  • Þekki til áritunar og skýringa í ársreikningi.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Setja upp rekstrar- og efnahagsreikning.
  • Gera sjóðsstreymi.
  • Nota og túlka helstu kennitölur ársreikninga.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Geta beitt aðferðum reikningsskila til uppsetningar á einföldum ársreikningum.
  • Skýra og skilgreina mismunandi hugtök reikningsskila.
  • Leggja mat á og túlka ársreikninga.