Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um bókhaldshringrásina og helstu reglur tvíhliða bókhalds. Fjallað er um grundvallarhugtökin eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að annast almennar færslur í dagbók, hafi skilning á uppgjöri og geti sett fram efnahags- og rekstrarreikning. Nemendum er veitt innsýn í notkun flestra reikninga sem telja má til grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi. Nemendum er gerð grein fyrir tilgangi bókhalds og kynnt helstu lög um bókhald og virðisaukaskatt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds.
- Hinum fjórum grundvallarlyklum bókhalds, eignir, skuldir, gjöld og tekjur.
- Muninum á efnahags- og rekstrarreikningi.
- Hugtökunum álagning, vextir, afskriftir, söluhagnaður og tap eigna.
- Flutningsskilmálunum FOB og CIF.
- Undirstöðuatriðum launabókhalds.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Hefja bókhald með hliðsjón af fyrirliggjandi efnahagsreikningi eða stofnun fyrirtækis.
- Stilla upp prófjöfnuði.
- Gera einfaldar dagbókarfærslur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Geta gert upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil.
- Geta gert lagfæringar á bókhaldinu með hliðsjón af einföldum athugasemdum svo sem varðandi afskriftir, birgðatalningu, fyrirfram og ógreiddan kostnað og fleira.
- Geta gert upp virðisaukaskatt.
- Geta sett upp rekstrar- og efnahagsreikning í lok reikningstímabils að teknu tilliti til athugasemda og lokafærslna.
Undanfari: Enginn.