BAKA1FB03 - Bakstur á framhaldsskólabraut
Í áfanganum er fjallað um undirstöðuatriði brauð- og kökugerðar, baksturs og skreytinga. Áhersla er lögð á grundvallaratriði í bakstri. Nemendur læra að vinna eftir uppskriftum. Áhersla er lögð á persónulegt hreinlæti og nákvæmni í vinnubrögðum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Að vinna eftir uppskriftum.
- Helstu áhöldum, vélum og tækjum sem notuð eru við bakstur.
- Leita að uppskriftum á netinu.
- Þekkja eftirlitsreglur um hreinlæti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Vinna með gerdeig og baka úr því algengar brauðtegundir.
- Vinna með rúllað deig.
- Vinna með bæði þeyttar og hrærðar kökur.
- Vinna með rafrænar sem og aðrar uppskriftir.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Baka brauð og kökur.
- Vinna sjálfstætt að almennum og sérhæfðum verkefnum tengdum bakstri.
- Fylla út gátlista eftir þrif, sem byggður er á viðurkenndu m eftirlitsreglum um hreinlæti.
Undanfari: Enginn