AFRK3CA05 - Afreksíþróttir V
Fimmti áfangi á Afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. Náminu er skipt í bóknámshluta og verklegan hluta. Í bóknámi kynnast nemendur ýmsum þáttum sem skipta máli fyrir afreksíþróttafólk og vinna verkefni því tengdu. Í verklegu námi fara nemendur ýmist í tíma í sinni íþrótt eða í styrktarþjálfun samkvæmt áætlun frá fagstjóra. Meiddir nemendur mæta hjá sjúkraþjálfara í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 10.00 – 11.00. Nemendur sem skila ekki inn öllum verkefnum verða að taka lokapróf.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Nemendur læra um helstu strauma og stefnur í afreksþjálfun.
- Ímynd íþróttafólks og samfélagslegu hlutverki.
- Hvernig eigi að koma fram í fjölmiðlum.
- Samningatækni.
- Hví það sé mikilvægt að tvinna saman nám og íþróttir.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Nemendur sýni af sér stundvísi, virðingu og aga í hvívetna.
- Að nemendur vinni að því að auka leikni sína í sinni íþrótt í verklegum tímum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Miðað er við að íþróttafólk á afrekssviði sé virkt í starfi íþróttafélaga og fái meðmæli þaðan.
Undanfari: Enginn.