AFRK2BB05 - Afreksíþróttir IV

Nemendur á afrekssviði eru fjóra verklega og einn bóklegan tíma í viku. Verklegir tímar fara fram í íþróttamannvirkjum samkvæmt plani frá fagstjóra. Þar er unnið eftir taktískum, tæknilegum og líkamlegum áherslum frá þjálfurum Afrekssviðs. Bóklegir tímar snúast um að nemendur kynnist helstu hugtökum í íþróttasálfræði. Unnið er út frá bók Weinberg og Gould, Foundations of Sport and Exercise Psychology, ásamt efni úr ýmsum áttum. Hugtök íþróttasálfræðinnar eru sett í samhengi við veruleika nemenda.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Nemendur þekki helstu hugtök í íþróttasálfræði og geti fjallað um þau.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nemendur hafa skilning á helstu hugtökum íþróttasálfræðinnar, og geti beitt þeim við eigin íþróttaiðkun og/eða þjálfun.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nemendur vinna stöðugt í að bæta hæfni í íþróttagrein sinni á verklegum æfingum.

Undanfari: Enginn.