AFRK1AB05 - Afreksíþróttir II

Annar áfangi á afrekssviði MK. Nemendur á afrekssviði eru fjóra verklega og einn bóklegan tíma í viku. Verklegir tímar fara fram í íþróttamannvirkjum samkvæmt plani frá fagstjóra. Þar er unnið eftir taktískum, tæknilegum og líkamlegum áherslum frá þjálfurum Afrekssviðs. Bóklegir tímar snúast um að nemendur greini sig sjálf sem íþróttafólk með það að markmiði að gera sér grein fyrir styrkleikum sínum og því sem má bæta. Nemendur skila í lok annar 20+ blaðsíðna PowerPoint/Keynote kynningu um sig sjálf sem íþróttafólk. Tilgangur með verkefninu er að nemendur læri að greina sig á mismunandi hátt, með það að markmiði að taka ábyrgð á eigin framförum og frammistöðu í íþróttum.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Nemendur kynnist hvernig ferilskrár eru gerðar og hvað þær eiga að innihalda.
  • Nemendur læri hvernig eigi að nota einföld klippiforrit fyrir myndbandsvinnslu.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nemendur geti sett upp vandaða ferilskrá.
  • Nemendur geti klippt myndbönd til greiningar í íþróttum.
  • Nemendur geti sett upp markvissar og faglegar kynningar.
  • Nemendur geti greint sig sjálf sem íþróttafólk.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nemendur vinna stöðugt í að bæta hæfni í íþróttagrein sinni á verklegum æfingum.

Undanfari: Enginn.