Nemendur fá kennslu og þjálfun í að fara um landið með erlenda ferðamenn. Segja má að nemendur fari hringinn í kringum landið í kennslustofunni með kennurum þar sem fjallað eru um hvað er skoðunarvert og frásagnarvert á hverjum stað. Æfingaferðir í rútu eru stór liður í þjálfun nemenda og fara nemendur á helstu ferðamannastaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Náminu lýkur með hringferð um landið þar sem nemendur skiptast á að leiðsegja.
Samtals 20 einingar