Áfanginn er ætlaður nemendum af öllum námsbrautum og lögð megináhersla á áhrif mannsins á umhverfi jarðar og lausnamiðaða nálgun á hin ýmsu viðfangsefni umhverfisfræðinnar. Umhverfisfræði sem fræðigrein er kynnt fyrir nemendum, helstu hugtök og kenningar, saga og þróun og fjallað sérstaklega um veigamikil viðfangsefni umhverfismála í heiminum í dag; loftslagsmál, veðurfarsbreytingar, ástand lofts, vatns, hafs og lífríkis, sorp og úrgangsmál, dýr í útrýmingarhættu og áhrif mannsins á þessa þætti. Nemendur eru sérstaklega efldir til að leita hagnýtra lausna og sjá tækifæri sem felast í endurnýtingu, endurvinnslu, endurnýtanlegri orku, sjálfbærri þróun, umhverfisstjórnun og alþjóðlegu samstarfi. Með gagnrýna hugsun að leiðarljósi taka nemendur afstöðu til umhverfistengdra hugtaka og málefna og tengja við sitt nærsamfélag og eigin lífsstíl s.s. neyslusamfélagið og þáttöku sinni í því.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skiling á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Undanfari: Áfangi tekinn á 1. - 2. önn.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.