Nemendur dýpka skilning sinn á bóhaldshringrás og þjálfast í að hefja bókhald og loka því samkvæmt reglum tvíhliða bókhalds. Bókhald fært í tölvukerfi eftir fylgiskjölum með bókhaldslyklum. Farið er yfir kröfur sem gerðar eru til tölvubókhaldskerfa og varðveislu gagna og fylgiskjala sem notuð eru við slíkt bókhald. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á hvernig fjárhagsbókhald sækir upplýsingar í birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald. Fjallað um uppgjör virðisaukaskatts og uppgjörsfærslur, launaseðla, afstemmingar og leiðréttingafærslur. Kynntir eru möguleikar á ýtarlegri skýrslugerð ásamt túlkun og greiningu upplýsinga. Nemendum er kynnt mikilvægi upplýsingakerfa fyrir nútímastjórnendur þar sem nákvæmar upplýsingar í rauntíma nýtast og eru grunnforsenda við skilvirka ákvarðanatöku.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Undanfari: BÓKF1AA05.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.