Almenningur, bæði börn og fullorðnir, fá mikinn hluta af sinni þekkingu í sögu úr kvikmyndum eða sjónvarpi en ekki úr sögubókum eða kennslu. Vald kvikmynda til skoðanamyndunar er því gríðarmikið. Kvikmynd er tvenns konar heimild um fortíðina; sem eftirheimild um það einhvern atburð úr fortíðinni eða sem frumheimild um þær skoðanir framleiðenda og þann tíðaranda sem ríkti í samfélaginu þegar myndin var gerð. Í áfanganum skoðum við kvikmyndir sem heimild út frá báðum þessum sjónarhornum, með sérstakri áherslu á það seinna. Valdir verða nokkrir atburðir úr mannkynssögunni og verður horft á tvær kvikmyndir eða sjónvarpsþátt um hvern atburð. Myndirnar verða svo settar í sögulegt samhengi þess tíma sem þær voru gerðar og bornar saman hvernig þær setja fram atburðina fyrir áhorfandann. Takmarkið er að sjá hvernig viðhorf til sögulegra atburða breytast með tímanum og hvernig fólk getur séð sömu atburði frá mismunandi sjónarhornum allt eftir þjóðerni, kyni, kynþætti, stjórnmálaskoðunum og ekki síst þeim tíma sem þeir lifa á.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Undanfari: SAGA2BA05 eða SAGA2BB05 eða SAGA2BC05.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.