Í áfanganum er fjallað um grundavallarhugtök og lykilatriði erfðafræðinnar, auk þess sem komið er inn á sögu erfðafræðinnar og stöðu hennar innan náttúruvísinda. Umfjöllunaratriði áfangans eru m.a. kjarnsýrur, litningar, gen, frumuskiptingar, afritun, umritun, próteinmyndun, kynfrumumyndun, æviskeið frumu, arfmynstur, ættartöflur og kynákvörðun. Uppbygging og starfsemi litninga er skoðuð og hlutverk þeirra. Breytingum erfðaefnis, genastökkbreytingum og litningabreytingum er lýst. Grunnatriðum stofnerfðafræðinnar eru gerð skil þar sem fjallað er um tíðni og jafnvægi gena í ólíkum stofnum lífvera og hugsanlegar orsakir tíðnibreytinga. Helstu aðferðir sem beitt er innan erfðarannsókna eru kynntar ásamt nýjustu rannsóknaaðferðum í erfða- og líftækni. Fjallað er um arfgenga sjúkdóma, erfðabreyttar lífverur og nýjustu hugmyndir í genalækningum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Undanfari: LÍFF2BA05.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.