Í áfanganum er fjallað um vísindagreinina líffræði, tengsl hennar við aðrar vísindagreinar, vísindaleg vinnubrögð kynnt og fjallað um tengsl líffræði við daglegt líf. Farið er í sameiginleg einkenni lífvera, efnasamsetningu, byggingu og starfsemi frumna, ólífræn efni, lífræn efni og efnaskipti. Fjallað er um erfðaefnið og grunnhugtök erfðafræðinnar ásamt erfðum. Farið er í æxlun og fósturþroskun dýra og vefi, líffæri og líffærakerfi mannslíkamans.
Helstu efnisatriði eru: Vísindaleg aðferð, einkenni lífvera, smásjáin, frumukenningin, einfrumungar, fjölfrumungar, efnasamsetning frumna, ólífræn efnasambönd, lífræn efnasambönd, kjarnafrumur, plöntufrumur, dýrafrumur, frumulíffæri, flæði, osmósa, virkur flutningur, innhverfing, úthverfing, dreifkjarnafrumur, efnaskipti, ljóstillífun, frumuöndun, gerjun, stjórn efnaskipta, erfðaefnið, DNA, RNA, afritun, umritun, nýmyndun próteina, litningar, gen, Lögmál Mendels, arfgerð, svipgerð, ríkjandi einkenni, víkjandi einkenni, jafnríkjandi einkenni, arfhreinn, arfblendinn, frumuskipting, mítósa, meiósa, litningavíxl, erfðir manna, kynháðar erfðir, kyntengdar erfðir, stökkbreytingar, æxli, líftækni, genaferjur, erfðabreyttar lífverur, klónun, æxlun, kynlaus æxlun, kynæxlun, kynfrumur, frjóvgun, fósturþroskun dýra, vefur, líffæri, líffærakerfi, þekjuvefur, stoðvefiur, vöðvavefur, taugavefur, meltingarfærin, taugakerfi, þvagkerfi, þekjukerfi, öndunarkerfi, beina- og vöðvakerfi, blóðrásarkerfi, vessa- og ónæmiskerfi, innkirtlakerfi, æxlunarkerfi, skynfæri.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Undanfari: Enginn.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.