Markmið áfangans er kynja- og jafnréttisfræðsla. Í áfanganum viðfangsefnið kynjafræði sem er þverfagleg fræðigrein sem á rætur sínar í félagsfræði og stjórnmálafræði Hugtökin: kyn, kyngervi, kynvitund og kynhneigð eru lögð til grundvallar auk annarra hugtaka fræðigreinarinnar. Meðal efnisþátta eru: kynjakerfið, staðalímyndir, eðlishyggja, mótunarhyggja, karlmennska, kvenska, klámvæðing og kynbundið ofbeldi. Fjallað er um fjölmiðla og hlut þeirra í mótun staðalímynda og viðhaldi kynjakerfisins. Saga kvennabaráttunnar er rakin. Fjallað er um vald og kortlagning óformlegra valdhátta í afmörkuðu samhengi. Skoðað er hvernig kyn er samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum s.s. þjóðernislegum uppruna, kynhneigð, trúarskoðunum, fötlun, aldri, stétt og fleiru. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til vitundar um það að jafnrétti kynja er ekki náð og að það næst ekki án baráttu. Lögð er áhersla á þátttöku nemenda, umræður og skoðanaskipti á jafnréttisgrunni. Atburðum líðandi stundar er skotið inn í áfangann eftir því sem tilefni gefst til og nemendum er hjálpað að nota ,,kynjagleraugun“ (sjónarhorn kynjafræðinnar) á veröldina í kringum sig.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Undanfari: Áfangi tekinn á 3. - 4. önn.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.