Grunnþættir: Læsi, lýðræði og mannréttindi. Í þessum áfanga er lögð áhersla á læsi, ritun, tjáningu, sköpun og málnotkun, lestur mismunandi texta s.s. blaðagreina, ljóða, skáld- og smásagna og fjölbreytta úrvinnslu. Nemendur skiptast á skoðunum, rökræða og tjá sig jafnt munnlega sem skriflega. Lögð er áhersla á lesefni sem eykur orðaforða og glæðir málvitund og unnið með málsnið og málnotkun. Nemendur þjálfist í ritun texta af ýmsu tagi með áherslu á byggingu og frágang ritaðs máls, að nota fjölbreytt orðalag og æfi sig í notkun hjálpargagna. Nemendur kynnist grunnhugtökum bókmenntafræðinnar, myndmáli og bragfræði, þjálfist í beitingu þeirra við greiningu, túlkun og sköpun texta. Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Undanfari: Einkunnin B, B+ eða A úr grunnskóla.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.