Í áfanganum er farið í helstu grunnatriði er varða fjármál einstaklinga í íslensku þjóðfélagi. Þar sem fjármál eru hluti af daglegu lífi flestra er mikilvægt að læra og þekkja helstu hugtök þeirra og skilja hvað það er sem mestu máli skiptir þegar fjárhagslegar ákvarðanir eru teknar. Einstaklingar verða samkvæmt lögum fjárráða 18 ára. Þá skiptir máli að vera læs á fjármál. Fjármálalæsi byggir á þekkingu, viðhorfum og hegðun og snýst um að geta tekið siðferðislega, upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum til lengri og skemmri tíma. Fjármálalæsi getur skipt sköpun. Það eflir og eykur þekkingu, hæfni og tiltrú fólks á sjálft sig og hvetur það til að taka stjórn á eigin lífi og skjóta traustum stoðum undir öruggari framtíð. Markmið áfangans er að nemendur öðlist þekkingu á fjármálum sem nýtist í daglegu lífi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Undanfari: Áfangi tekinn á 5.– 6. önn.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.