Fréttir

Tyllidagar - dagskrá 7. febrúar

Miðvikudaginn 7. febrúar mæta nemendur ekki samkvæmt stundaskrá heldur er dagskrá frá kl. 8:30-14:00 í skólanum. Nemendur mæta á stöðvar að eigin vali og safna fimm mismunandi stimplum á eyðublað sem þau fá. Þau merkja blaðið og skila á skrifstofu skólans til þess að fá mætingu fyrir allan daginn. Það er ekki hægt að fá alla stimplana á sama tíma en þau sem mæta fyrr geta verið búin fyrr þó svo að öllum nemendum sé frjálst að vera allan daginn og fara í sem flestar stofur til að taka þátt í þeim viðburðum sem eru í boði. Boðið verður upp á pylsur í hádeginu nemendum að kostnaðarlausu.

Fjölmiðlafræðinemendur fengu innsýn í störf RÚV

Kynntu sér störf lögreglu og Landsréttar

Innritun fyrir haustönn 2024

Skráning í útskrift í maí 2024

Þeir nemendur sem ætla að útskrifast í maí þurfa að skrá sig í útskrift. Smellið á viðeigandi hnapp.

Lokað á skrifstofunni frá kl 15:00 í dag, mánudag 8. janúar, vegna afgreiðslu töflubreytingaóska.

Lokað á skrifstofunni frá kl 15:00 í dag, mánudag 8. janúar, vegna afgreiðslu töflubreytingaóska.

Töflubreytingar, leiðbeiningar og stokkatafla

Nýir nemendur - leiðbeiningar frá Tölvuþjónustu

Upphaf vorannar 2024

Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda þriðjudaginn 2. janúar. Á sama tíma verður opnað fyrir rafrænar töflubreytingaóskir. Þar sem skólinn er fullsetinn verður ekki unnt að verða við öllum töflubreytingaróskum. Lokað verður á töflubreytingaóskir, sunnudaginn 7. janúar og farið yfir þær 8.-9. janúar. Nemendur eiga að mæta í tíma samkvæmt stundatöflu þar til búið er að afgreiða allar óskir. Það er mikilvægt að nemendur fylgist með skilaboðum frá skólanum varðandi afgreiðslu töflubreytingaóska. Tekið verður á móti nýjum nemendum í bók- og verknámi miðvikudaginn 3. janúar kl. 14:00-15:00 í Sunnusal. Mikilvægt að nemendur mæti með fartölvur með sér. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 4. janúar.

Greiðsla skólagjalda

Búið er að senda greiðslukröfu vegna skólagjalda á vorönn 2024 í heimabanka. Greiðsluseðillinn birtist á island.is á kennitölu nemenda sem eru orðnir 18 ára en á kennitölu eldri forráðamanns þeirra sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Skólagjöld verða ekki endurgreidd eftir 12. janúar.