Grunnnám matvæla- og ferðagreina er námsbraut með námslokum á fyrsta þrepi. Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að hafa gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli. Námið er ætlað nemendum 16-18 ára sem stefna að frekara námi í matvæla og ferðagreinum. Námið felur í sér almenna menntun þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemanda og lýðræðislega virkni. Námið er undirbúningur fyrir iðnnám í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu og en einnig er það undirbúningur fyrir frekara nám í matartækni og/eða í ferðaþjónustu. Námið er tveggja anna nám 63 einingar, sem skiptist í bóklegar og verklegar faggreinar sem og kjarnagreinar í íslensku, ensku og stærðfræði. Áfangar í ensku, stærðfræði og íslensku eru á fyrsta þrepi. Nemendur sem lokið hafa áföngum á fyrsta þrepi innritast á annað þrep í viðkomandi grein. Í framhaldi af brautinni geta nemendur farið í frekara nám að eigin vali. Áfanga af brautinni er hægt að meta inn á aðrar námsbrautir.
Nemendur fá bæði starfskynningu í ferða- og matvælagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám að eigin vali.
Námið veitir eins mánaða styttingu á verknámi í iðngrein þeirri sem nemandi velur sér.
Námið er bæði bóklegt og verklegt alls 63 einingar. Mestur hluti þess fer fram í skóla en þó fara nemendur í 48 kennslustundir í starfskynningu/starfsþjálfun á vinnustað. Þar öðlast nemendur þekkingu og leikni til að takast á við mismunandi störf sem tengjast ferða- og matvælagreinum.
Almennir bóklegir áfangar í skóla eru íslenska, enska og stærðfræði og eru þeir á öðru þrepi. Þe. ENSK2BA05, ÍSLE2BA05 og STÆR2SM05. Hafi nemandi ekki náð lágmarksárangri úr grunnskóla tekur hann áfanga af fyrsta þrepi eftir því sem við á.
Nemendur sem ljúka þeim áföngum sem eru á brautinni fá metnar sex vikur úr vinnustaðaþætti námsins sem starfsþjálfun á þeirri námsbraut sem þeir velja í framhaldi af grunnámsbrautinni.
Lengd starfskynningar er ein vika og fer fram á vorönn. Hún fer fram í fyrirtækjum sem hafa fjölbreytta faglega færni tengda þeim störfum sem um ræðir. Hér er átt við fyrirtæki í ferðaþjónustu s.s. ferðaskrifstofur, hótel, kjötvinnslur, gróðurhús, fiskvinnslu, bakarí, veitingastaði o.fl. Það er á ábyrgð hvers skóla að skipuleggja starfskynningar nemenda þannig að þeir fái tækifæri til að kynnast ólíkum störfum í ferða- og matvælagreinum. Í þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga, er gerð krafa um að iðnmeistari eða sveinn í iðngrein annist starfskynninguna.
Heiti fags, (einingar) skammstöfun fags og skammstöfun áfanga með tengli í áfangalýsingu
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að