Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Útskrift vor 2017

Á þessu vori fóru fram tvær útskriftir frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlegar athafnir í Digraneskirkju. Alls útskrifuðust 64 stúdentar og 42 iðnnemi. Þá brautskráðust 15 ferðafræðinemar, 51 leiðsögumaður, 19 matsveinar, 42 úr meistaraskóla matvælagreina, 17 af framhaldsskólabraut og 3 af starfsbraut. Þannig að alls voru brautskráðir 253 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi á þessu vori.

Útskrifaðist með 10 í fjörutíu áföngum

Ása Berglind Böðvarsdóttir nýstúdent af félagsfræðibraut útskrifaðist með 9,82 í meðaleinkunn sem er hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið frá Menntaskólanum í Kópavogi. Ása var með einkunnina tíu í 40 áföngum og var hún einnig með 100% mætingu á sex önnum.

Uppfært mánudagur, 29 maí 2017 13:38

Prófsýning vor 2017

Prófsýning er 29. maí milli 11 og 13. Við hvetjum nememdur til að koma og skoða prófin sín. 

Uppfært mánudagur, 29 maí 2017 11:51

Innritun eldri nema

Innritun eldri nemenda í bóklegt nám (alþjóðabraut, félagsgreinabraut, raungreinabraut og viðskiptabraut) og matvælanám (bakstur, framreiðsla, matreiðsla) er frá 3. apríl til 31. maí.

Sótt er um skólavist í framhaldsskóla á vefnum menntagatt.is.   

Uppfært þriðjudagur, 09 maí 2017 14:06

Vettvangsferð í lok annar

Í lok annar fór Ferðamálaskólinn í vettvangsferð og nú var það suðvesturhorn landsins.  Heimsóttir voru eftirtaldir staðir:

Ion Hótel á Nesjavöllum,  Stóri hellir í Hellisskógi við Selfoss, Þuríðarbúð á Stokkseyri, Strandakirkja, 4x4 fjórhjólafyrirtækið í Grindavík og svo var endað í lúxus mat og sundi í Bláa Lóninu.

Langur, strangur, skemmtilegur dagur.

Kærar þakkir nemendur og þeir sem tóku á móti okkur og gerðu ferðina ógleymanlega.

Hildur Jónsdóttir, kennari FlÍ202 Ferðamannalandið Ísland    

Vettvangsferð Ferðamálaskólans

Uppfært mánudagur, 08 maí 2017 16:02

Heimsókn á Reykjavik Natura

Guðjón og Ása Sigurlaug, kennarar í grunndeild ferða- og matvælagreina, fóru með hópana í öryggisfræði og þjónustusamskiptum í heimsókn á Reykjavík Natura hótel þar sem þau fengu kynningu á því hvaða fræðsla fer þar fram fyrir starfsmenn, bæði endurmenntun í vinnuvernd og skyndihjálp og svo hvernig undirbúningi er háttað fyrir nýja starfsmenn.

Á myndinni er hópurinn ásamt Gígju, fagstjóra vinnustaðanáms og Erlu, fagstjóra fræðslumála, sem tóku vel á móti þeim.

Uppfært mánudagur, 08 maí 2017 16:01

Njáluferð

Nemendur og kennarar í ÍSLE3CA fóru á Njáluslóðir í gær. Sara Pétursdóttir kennari tók þessar myndir í ferðinni. 

Uppfært fimmtudagur, 27 apríl 2017 14:11

Óskilamunir

Nemendur geta nálgast óskilamuni á borði sem staðsett er fyrir framan þjónarými í V-álmu.

 

Uppfært miðvikudagur, 19 apríl 2017 12:02

Síða 14 af 58

Go to top