Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Framhaldsskólamót í hestaíþróttum

Laugardaginn 23. mars fór fram framhaldsskólamótið í hestaíþróttum í Samskipahöllinni. MK átti þar tvo fulltrúa. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir náði þar alveg frábærum árangri, en hún keppti í A – úrslitum í fjórum greinum. Hún vann gullverðlaun í fimmgangi á hestinum Bjarteyju frá Blesastöðum, silfurverðalaun í Tölti (T4) á hestinum Prins frá Skúfslæk og bronsverðlaun í Tölti (T3) á hestinum Töffara frá Hlíð.

 

Við óskum Ylfu innilega til hamingju með frábæran árangur.

stúlka á hesti

 

Uppfært fimmtudagur, 28 mars 2019 19:30

Unnar Ingi gull- og bronsverðlaunahafi

Unnar Ingi Ingólfsson nemandi á starfsbraut fyrir einhverfa keppti á dögunum á Special Olympics leikunum sem haldnir voru í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Unnar stóð sig með mikilli prýði og vann til gull og bronsverðlauna í áhaldafimleikum.

Við óskum Unnari Inga til hamingju með glæsilegan árangur.

Keppandi og þjálfari á Special Olympics

Uppfært miðvikudagur, 27 mars 2019 16:31

Lok jafnréttisviku

Fimmtudaginn 7. mars lauk jafnréttisviku með pomp og prakt. Páll Óskar steig á stokk og skemmti nemendum sem og starfsfólki. Einnig komu talsmenn Stigamóta og sögðu frá forvarnarverkefninu Sjúk ást, sem snýr að því að upplýsa fólk um einkenni heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda.

Nemendur jafnréttisnefndar stóðu fyrir söfnun með sölu á ýmsum veigum svo sem pizzum og kökum. Ágóðinn rann allur til Stigamóta.

Uppfært fimmtudagur, 14 mars 2019 12:32

Söngvakeppnin Urpið

 Lógó söngvakeppninnar Urpið

 

Nemendafélag Menntaskólans í Kópavogi (NMK) heldur ásamt Nemendafélagi FG sína árlegu söngvakeppni, sunnudaginn 10. Mars kl. 19:30 í Salnum í Kópavogi.

Þetta er einn af stóru viðburðum nemendafélagins og við hvetjum því alla til að koma og sjá hæfileikaríka söngvara skólans láta ljós sitt skína.

Miðasalar er inn á tix.is

 Nánari upplýsingar er á facebook síðu viðburðarins:https://www.facebook.com/events/2170377563292550/

Uppfært laugardagur, 09 mars 2019 19:57

Gaflaraleikhúsið

Í tilefni jafnréttisviku skipulagði femínistafélag NMK ásamt jafnréttisnefnd skólans, leikhúsferð sem var farin í dag 6. mars. Við fórum í Gaflaraleikhúsið að sjá sýninguna Fyrsta skiptið og skemmtum okkur konunglega.   

Á myndinni eru krakkarnir í nefndinni, þau Brynjar, Gísli, Hekla og Haraldur Daði, ásamt leikurum verksins eftir vel heppnaða sýningu og mikið fjör. 

Uppfært miðvikudagur, 06 mars 2019 22:53

Jafnréttisvika 2019

Nú er hin árlega jafnréttisvika í MK. Dagskrá vikunnar má sjá hér

 

Uppfært miðvikudagur, 06 mars 2019 22:53

Opið hús 28. mars

Opið hús  verður í Menntaskólanum í Kópavogi, fimmtudaginn, 28. mars, kl.16:30-18:30.

Kynnt verður námsframboð skólans; námsbrautir í bóknámi, matvæla- og ferðagreinar, ferðamála- og leiðsögunám, matsveina- og matartæknanám.

Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir 

 

Uppfært miðvikudagur, 27 febrúar 2019 09:47

Síða 2 af 60

Tengill á facebook

 

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top