Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Umhverfisdagar

 

Dagana 16.-21. september verða hinir árlegu umhverfisdagar MK haldnir í sjöunda sinn. Þá sækja nemendur ýmsa viðburði með kennurum sínum svo sem kvikmyndasýningar og fyrirlestra sem snúa að umhverfismálum. Kennarar velja þá dagskrárliði sem þeir hyggjast mæta á með nemendur. Dagskráin er fjölbreytt og endar með karnivali þar sem ýmislegt góðgæti verður á boðstólnum, nytjamarkaður verður í gangi, hjólastillingar verða í boði, tónlist og fleira skemmtilegt.

Dagskrána má finna hér 

 

Uppfært fimmtudagur, 15 september 2016 15:48

TIME

TIME er samstarfsverkefni milli framhaldsskólana Gymnazium Teplice í Tékklandi og Menntaskólans í Kópavogi. Kennarar unnu saman að því að efla tölvunotkun hjá nemendum til að leysa verkefni sem tengjast hagnýtri tækni og vísindum. Lögð var áhersla á notkun heppilegra tölvuforrita í kennslu og voru námsvefir á netinu notaðir við samstarfið.

Markmiðið var að búa til námsverkefni úr ýmsum greinum náttúruvísinda. Með verkefninu munu þátttakendur öðlast betri skilning á mismunandi þáttum innan raungreina og mismunandi menningarheildum auk þess að þróa með sér hæfileika til að vinna saman í hóp og sýna ábyrgð.

Verkefni hófst haustið 2015 og er nú lokið. Fjórir kennarar úr MK og sex kennarar úr Gymnazium Teplice tóku þátt í verkefninu.

Hér er krækja að vefsíðu verkefnisins: http://time.pro-idea.cz/is/starfsemi 

Uppfært mánudagur, 12 september 2016 15:48

Heimsókn frá Tékklandi

Í upphafi skólaárs komu gestir frá skólanum Gymnasium Teplice frá Tékklandi í tengslum við samstarfsverkefni skólans við MK. Í hópnum voru þrír kennarar og skólastjóri tékkneska skólans. Þau skoðuðu m.a.aðstöðuna og fengu að fylgjast með kennslu.

Í haust munu svo þrír kennarar og aðstoðarskólameistari halda til Tékklands.

Verkefnið er styrkt af Fund for Bilateral Cooperation til að efla alþjóðasamstarf og heyrir undir EEA and Norway Grants 2009 – 2014.

Uppfært fimmtudagur, 08 september 2016 14:28

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?  

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is  Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!  

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2016-2017 er til 15. október næstkomandi!

Uppfært fimmtudagur, 08 september 2016 09:21

Heimsókn á hvalasýningu

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina fóru á hvalasýninguna Whales of Iceland.

Þeir fengu fræðslu um hvali sem sjást hér við landi og um hvalveiðar. Einnig um fjölda ferðamanna sem koma hingað til að fara í hvalaskoðun.

Skemmtilegast fannst þeim að sjá hvað hvalirnir eru stórir í raun og veru og hvernig þeir líta út.

mynd Silja Brá Guðlaugsdóttir 

Uppfært þriðjudagur, 06 september 2016 15:43

Office 365 - Office pakkinn

Búið er að stofna aðgang nemenda að tölvupóstkerfi MK með aðgangi að fimm eintökum af Office Professional Plus 2013, fyrir Windows, Apple tölvur, iPad, iPhone og Android stýrikerfi og gildir áskriftin á meðan á skólagöngu stendur.

Notandanafnið og tölvupóstfangið er á forminu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem kennitala kemur í stað strika.

Lykilorð: Sama og í Innu með eftirfarandi breytingum ef þarf:

  • Minnst 8 stafir (fyllt upp með tölunni 1 eins oft og þarf)
  • Mest 16 stafir (klippt aftan af ef þarf)
  • Engir sér íslenskir stafir (o sett í stað ö, t í stað þ o.s.frv.)
  • Bætt við A, a eða 1 eftir þörfum fyrir framan lykilorðið ef það inniheldur ekki þrennt af þessum fjórum: stór stafur, lítill stafur, tölustafur, tákn (dæmi: pass1234 verður Apass1234)

Aðgangur að tölvupóstkerfinu/Office pakkanum er í gegnum slóðina: http://portal.office.com eða smellt er á Póstflipann hér hægra megin á síðunni.

Eftir að inn er komið eru hök tekin af tilboðum ef vill og smellt á Install now hnappinn. Ef beðið er um að virkja notkun á forritunum þá þarf að staðfesta aðganginn með ofangreindu notendanafni og lykilorði, ekki nota Product Key sem er einn af valmöguleikunum.

Uppfært sunnudagur, 04 september 2016 14:04

Nýnemaferð

Miðvikudaginn 7. september stendur stjórn Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi fyrir nýnemaferð að lokinni kennslu. Farið verður í Vatnaskóg og lagt af stað með rútum frá MK klukkan 16:00, áætluð heimkoma er rétt eftir hádegi daginn eftir.  

Í ferðinni verður skipulögð dagskrá undir stjórn nemendafélagsins þar sem félagslífið (#mklifid) verður kynnt, farið í hópefli, grillað og endað á kvöldvöku. Nýnemum gefst kostur á að skrá sig í nefndir á vegum NMK en hefð er fyrir því hér í MK að bjóða nýja nemendur strax velkomna í félagslífið. 

Ferðin kostar 1500 kr sem þarf að leggja inn á reikning NMK 536 26 4235 kt. 470576-2199 og setja nafn nemanda í skýringu. Mikilvægt að senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. um leið og greiðsla hefur farið fram. Boðið verður upp á kvöldverð en þar fyrir utan þurfa nemendur að hafa með sér nesti. Auk þess þurfa nemendur að hafa með sér dýnu, svefnpoka, kodda, tannbursta og tannkrem, hlý föt og góða skapið.

Kennt verður til 14:35 á miðvikudaginn en kennsla fellur niður á fimmtudaginn.

Uppfært föstudagur, 02 september 2016 11:19

Síða 10 af 45

Tengill á facebook

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top