Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Kennaranemar frá HÍ

Í ár verða sex kennaranemar frá HÍ í starfsréttindanámi í MK. Fríða Proppé er verkefnisstjóri yfir verkefninu og fundar reglulega með nemunum. Í morgun fengu þeir kynningu frá Margréti Friðriksdóttur skólameistara. Helgi Kristjánsson aðstoðarskólameistari tók þessa mynd af því tilefni.  

Kennaranemar ásamt verkefnastjóra og skólameistara

Á myndinni eru talið frá hægri: Fríða Proppé verkefnisstjóri, Unnur Edda Garðarsdóttir samfélagsgreinar/mannfræði, Hildur Ýr Ísberg íslenska, Fríða Björk Ólafsdóttir þjóðfræði, Harpa María Wenger Eiríksdóttir ferðamálafræði, Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Fremri röð talið frá hægri: Valborg Sturludóttir tölvunarfræði/stærðfræði, Sarah Skindbjerg Larsen mannfræði. 

Uppfært föstudagur, 30 september 2016 11:31

26. september er Evrópski tungumáladagurinn

Markmið dagsins eru: 

  • Að gera almenningi ljóst hve tungumálanám er mikilvægt
  • Að auka fjölbreytileika þeirra tungumála sem lögð er stund á (auka fjöltyngi)
  • Að vekja almenna athygli á tilveru og gildi allra þeirra tungumála sem töluð eru í Evrópu
  • Að hvetja til símenntunar í tungumálum til að koma til móts við efnahafslegar, félagslegar og menningarlegar breytingar í Evrópu, og sem lið í því styrkja sjálfsmynd einstaklingsins

 26. september er Evrópski tungumáladagurinn

Uppfært sunnudagur, 25 september 2016 23:07

Framúrskarandi árangur í frönsku

 Frönskunemar í móttöku í franska sendiherrabústaðunum

Franska sendiráðið á Íslandi veitir þeim menntaskólanemum sem ná framúrskarandi árangri í frönsku á stúdenstsprófi sérstök verðlaun.

Fullltrúi frönskunema í MK þetta árið var Lára Dawn Michelsen sem sést hér á myndinni með verðlaunahöfum úr öðrum framhaldsskólum. Auk verðlauna í frönsku á stúdentsprófi hlaut Lára m.a. verðlaun í íslensku, ensku og spænsku.

Parle français  Lifi tungumálin!
 

Uppfært sunnudagur, 25 september 2016 22:44

Viðtalstímar kennara

Allir kennarar skólans hafa viðtalstíma einu sinni í viku fyrir nemendur sína.

Upplýsingar um viðtalstíma á haustönninni má finna hér

Uppfært þriðjudagur, 20 september 2016 12:43

Umhverfisdagar

 

Dagana 16.-21. september verða hinir árlegu umhverfisdagar MK haldnir í sjöunda sinn. Þá sækja nemendur ýmsa viðburði með kennurum sínum svo sem kvikmyndasýningar og fyrirlestra sem snúa að umhverfismálum. Kennarar velja þá dagskrárliði sem þeir hyggjast mæta á með nemendur. Dagskráin er fjölbreytt og endar með karnivali þar sem ýmislegt góðgæti verður á boðstólnum, nytjamarkaður verður í gangi, hjólastillingar verða í boði, tónlist og fleira skemmtilegt.

Dagskrána má finna hér 

 

Uppfært fimmtudagur, 15 september 2016 15:48

TIME

TIME er samstarfsverkefni milli framhaldsskólana Gymnazium Teplice í Tékklandi og Menntaskólans í Kópavogi. Kennarar unnu saman að því að efla tölvunotkun hjá nemendum til að leysa verkefni sem tengjast hagnýtri tækni og vísindum. Lögð var áhersla á notkun heppilegra tölvuforrita í kennslu og voru námsvefir á netinu notaðir við samstarfið.

Markmiðið var að búa til námsverkefni úr ýmsum greinum náttúruvísinda. Með verkefninu munu þátttakendur öðlast betri skilning á mismunandi þáttum innan raungreina og mismunandi menningarheildum auk þess að þróa með sér hæfileika til að vinna saman í hóp og sýna ábyrgð.

Verkefni hófst haustið 2015 og er nú lokið. Fjórir kennarar úr MK og sex kennarar úr Gymnazium Teplice tóku þátt í verkefninu.

Hér er krækja að vefsíðu verkefnisins: http://time.pro-idea.cz/is/starfsemi 

Uppfært mánudagur, 12 september 2016 15:48

Heimsókn frá Tékklandi

Í upphafi skólaárs komu gestir frá skólanum Gymnasium Teplice frá Tékklandi í tengslum við samstarfsverkefni skólans við MK. Í hópnum voru þrír kennarar og skólastjóri tékkneska skólans. Þau skoðuðu m.a.aðstöðuna og fengu að fylgjast með kennslu.

Í haust munu svo þrír kennarar og aðstoðarskólameistari halda til Tékklands.

Verkefnið er styrkt af Fund for Bilateral Cooperation til að efla alþjóðasamstarf og heyrir undir EEA and Norway Grants 2009 – 2014.

Uppfært fimmtudagur, 08 september 2016 14:28

Síða 9 af 45

Tengill á facebook

Á dagskrá

fös maí 12
Kópamessa
Go to top