Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Finndu þinn X-factor - námskeið í boði Soroptimista

Soroptimistaklúbbur Kópavogs bauð tuttugu stúlkum úr MK á námskeið sem nefnist Finndu þinn X- faktor. Sjálfstyrking er markmið námskeiðsins og að finna bestu útgáfu af sjálfri sér. Stjórnendamarkþjálfinn Rúna Magnúsdóttir sá um námskeiðið. Við þökkum Soroptimistakonum kærlega fyrir þeirra góða boð. Námskeiðið mun nýtast þátttakendum vel.

Uppfært þriðjudagur, 25 febrúar 2014 15:29

Nánar: Finndu þinn X-factor - námskeið í boði Soroptimista

Fyrirtækjaheimsókn í Ölgerðina

Nemendur í valáfanganum Fyrirtækjaheimsóknir fóru í kynningu í Ölgerðina. Þar flutti starfsmaður Ölgerðarinnar fyrirlestur um fyrirtækið og svaraði spurningum nemenda. Síðan var farið í skoðunarferð um framleiðslusali fyrirtækisins sem vakti mikla athygli nemenda. MK þakkar Ölgerðinni fyrir góða kynningu og móttökur.

Meðfylgjandi koma nokkrar myndir úr heimsókninni.

Uppfært fimmtudagur, 20 febrúar 2014 13:27

Nánar: Fyrirtækjaheimsókn í Ölgerðina

Vetrarfrí á föstudag og mánudag

Föstudaginn 21. febrúar og mánudaginn 24. febrúar verður vetrarfrí í Menntaskólanum í Kópavogi. 

Uppfært fimmtudagur, 20 febrúar 2014 09:32

Nánar: Vetrarfrí á föstudag og mánudag

ÍSL222 í upplýsingaveri

Nemendur á matvælabraut sem eru í íslensuáfanganum 222 fluttu sig um set í vikunni ásamt kennara sínum í hið nýja upplýsingaver skólans. Unnið var við ritun og heimildaöflun og frábært að hafa bókakost skólans sem varðar matvælagreinarnar við höndina. Nemendur nutu aðstoðar bókasafns- og upplýsingafræðinganna, Ingibjargar og Helga. Þarna urðu til margar lærðar greinar og full ástæða til þess að hvetja kennara til að nýta þessa frábæru nýju aðstöðu.

Uppfært miðvikudagur, 19 febrúar 2014 14:08

Nánar: ÍSL222 í upplýsingaveri

Rithöfundaskóli fyrir ungt fólk í sumar

Í sumar býðst ungmennum á aldrinum 15 – 18 ára að taka þátt sumarnámskeiði í rithöfundaskóla á Biskops-Arnö lýðháskólanum fyrir utan Stokkhólm.

Það er kjörið tækifæri fyrir ungt fólk sem hefur ánægju af skrifum að fá leiðsögn hjá reyndum kennurum og umgangast aðra unga Norðurlandabúa með sömu áhugamál, auk þess að bæta tungumálakunnáttuna. Námskeiðið fer fram dagana 3. – 9. ágúst nk. og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Ferðir, uppihald og kennsla eru í boði verkefnisins.

Þetta er annað árið sem námskeiðið er haldið. Fyrra sumar tóku 7 íslensk ungmenni þátt en flestir þátttakendur voru frá Íslandi og Finnlandi. Heildarfjöldi þátttakenda er 30.

Einn þátttakendanna, Unnur Mjöll Jónsdóttir, lýsti vikudvöl sinni í rithöfundaskólanum sem „bestu viku lífsins hingað til“ í viðtali við Austurfrétt. Norræna félagið í Svíþjóð og lýðháskólinn við Biskop-Arnö standa að námskeiðinu með fjárstuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar og í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi sem er íslenskur tengiliður verkefnisins.

Frekari upplýsingar um rithöfundaskólann má finna á heimasíðu Norræna félagsins. Beinn hlekkur: http://www.norden.is/?p=986

Uppfært þriðjudagur, 18 febrúar 2014 13:37

Nánar: Rithöfundaskóli fyrir ungt fólk í sumar

Sigurvegari Urpsins

Við óskum Magneu Rún Geirdal innilega til hamingju með sigurinn í söngkeppni MK, Urpinu sem haldið var í Gamla bíói í gær fimmtudaginn 13 febrúar. Magnea var með gítarleikara með sér, en það var Sigurpáll Viggó. Þau eru bæði nýnemar við MK og má vænta mikils af þeim í framtíðinni. Mikil stemming var í salnum í gær. Von er á myndbrotum og myndskeiðum úr keppninni á vefsíðu nemendafélagsins, www.nmk.is 

Uppfært föstudagur, 14 febrúar 2014 15:25

Nánar: Sigurvegari Urpsins

Fyrirtækjaheimsókn í Íslandsbanka

Nemendur í valáfanganum Fyrirtækjaheimsóknir fóru í heimsókn í höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi. Þar kynntu starfsmenn Íslandsbanka starfsemi bankans og hvernig bankastarfsemi gengur fyrir sig. MK þakkar starfsmönnum Íslandsbanka kærlega fyrir mjög áhugaverða kynningu og frábærar móttökur.

Uppfært fimmtudagur, 13 febrúar 2014 11:04

Nánar: Fyrirtækjaheimsókn í Íslandsbanka

Síða 58 af 59

Go to top