Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Njáluferð

Nemendur og kennarar í ÍSLE3CA fóru á Njáluslóðir í gær. Sara Pétursdóttir kennari tók þessar myndir í ferðinni. 

Uppfært fimmtudagur, 27 apríl 2017 14:11

Óskilamunir

Nemendur geta nálgast óskilamuni á borði sem staðsett er fyrir framan þjónarými í V-álmu.

 

Uppfært miðvikudagur, 19 apríl 2017 12:02

Kennsla hefst

Fyrsti kennsludagur eftir páskafrí er mánudagurinn 24. apríl.

Uppfært þriðjudagur, 18 apríl 2017 17:51

Starfsnám í Finnlandi

Laugardaginn 1. apríl héldu þrír nemendur Ferðamálaskólans upp í för til bæjarins Rovaniemi í Lapplandi. Þau Andrés Þór Róbertsson, Guðrún Halla Friðjónsdóttir og Svava Jóhannesdóttir munu dvelja ytra í þrjár vikur við störf hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í Rovaniemi. Ferðin er hluti af starfsnámi þeirra á vegum skólans og er styrkt af Erasmus+ starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Bærinn Rovaniemi er þekktur fyrir mikla vetrarferðamennsku og einnig fyrir að vera heimkynni rauðklædda jólasveinsins. Á myndunum eru ferðalangarnir nýlentir í Rovaniemi en strax farnir að litast um og kanna hvað í boði er fyrir ferðamenn á staðnum. Ferðamálaskólinn óskar þeim góðrar dvalar og góðrar heimkomu.

 

Uppfært miðvikudagur, 05 apríl 2017 12:40

Blái dagurinn 4. apríl

Blár dagur 4. apríl

Sýnum lit og klæðumst bláu þriðjudaginn 4. apríl nk. til stuðnings einhverfum börnum.

Fögnum fjölbreytileikanum – því lífið er blátt á mismunandi hátt!

#blarapril

Uppfært fimmtudagur, 30 mars 2017 14:36

Þýska 402

Flottur hópur þýskunema þræða þessa vikuna götur höfuðborgar Þýskalands, Berlin. Vel heppnuð ferð þar sem veðrið leikur við okkur og nemendur drekka í sig menningu landans.
kveðja frá Berlín
Helena og Guðríður 

Nemendur og kennarar í Berlín

Uppfært miðvikudagur, 29 mars 2017 16:03

Ferð Ferðamálaskólans til Berlínar

Um miðjan mars héldu 16 nemendur og kennarar Ferðamálaskólans til Berlínar.

Erindið var að skoða stærstu ferðamálasýningu í heiminum sem haldin er ár hvert á þessum sama stað.
Íslandsstofa styrkti ferð nemenda með aðgangsskortum á sýninguna og tók á móti hópnum á Íslandsbás sýningarinnar þar sem yfir 30 ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi voru saman komnir að kynna ferðaframboð og hitta sína samstarfsaðila.

Nemendur skoðuðu einnig þessa sögufrægu borg og skiptust á að uppfræða hópinn um marga merkilega staði. Ferðin er farin sem fræðsluferð í áfanganum FLÚ103 - Ferðalandafræði útlanda.

Með í för voru Hildur Jónsdóttir, kennari og Ásdís Vatnsdal, fagstjóri ferðamálaskólans.

 
 
 
 

Uppfært mánudagur, 27 mars 2017 02:03

Síða 6 af 50

Tengill á facebook

Á dagskrá

Engir atburðir
Go to top