Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Dagur íslenskrar tungu í MK

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem var síðastliðinn föstudag spreyttu nemendur sig á orðaleik. Orðaleikurinn heitir Orðavinda og felst í því að raða bókstöfum saman í íslensk orð og orðmyndir. Orðavinda er á netinu og er öllum opin á slóðinni  http://borgar.net/programs/ordavinda

 

Þrír nemendur fengu viðurkenningu fyrir þátttöku og góða frammistöðu. Þeir eru:

  • Garðar Elí Jónasson
  • Helga Katrín Stefánsdóttir
  • Styrmir Máni Arnarson

Uppfært þriðjudagur, 20 nóvember 2018 11:42

Sérúrræði í lokaprófum

Nemendur athugið:

Þeir sem þurfa sérúrræði í lokaprófum í desember snúi sér til námsráðgjafa fyrir föstudaginn 16.nóv. 

Athugið að allir nemendur hafa lengdan próftíma þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um það. 

Þórdís og Guðrún námsráðgjafar.  

Uppfært þriðjudagur, 13 nóvember 2018 15:13

Innritun nýnema fyrir vorönn 2019

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2019 verður dagana 1.- 30. nóvember nk.

Í MK er innritað í bóklegt nám (félagsgreinabraut, raungreinabraut, viðskiptabraut og opna braut) og matvælanám (bakstur, framreiðslu, matreiðslu og kjötiðn). Innritun fer fram á www.menntagatt.is

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Innritun í framhaldsskóla er með Facebook síðuna „ráðgjöf vegna innritunar í framhaldsskóla“

Uppfært þriðjudagur, 13 nóvember 2018 15:13

Vetrarfrí á fimmtudag og föstudag

Fimmtudaginn 18. október og föstudaginn 19. október er vetrarfrí í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofa skólans verður opin eins og venjulega á fimmtudaginn en lokuð á föstudaginn. Njótið frísins!

Uppfært miðvikudagur, 17 október 2018 12:11

Ferð á Þingvelli

Undanfarnar vikur hafa nýnemar unnið að stóru verkefni um Ísland í áfanganum LÆSI. Hluti af verkefninu var ferð á Þingvelli en starfsfólk þjóðgarðsins sá um dagskrána. Leiðsögumaður fræddi nemendur um helstu sögustaði Þingvalla og útskýrði jarðfræði svæðisins.  Einnig var ný og glæsileg Gestastofa heimsótt og gerðu nemendur verkefni þar og komu með tillögur að nýju lógói fyrir þjóðgarðinn. Rafmagnsleysi á svæðinu setti smá strik í reikninginn hjá hluta af hópnum þar sem sýningin í Gestastofu er að miklu leyti gagnvirk, vonum að þeir nemendur hafi tækifæri til að njóta sýningarinnar sem allra fyrst.

Nemendur á Þingvöllum

Uppfært fimmtudagur, 11 október 2018 15:03

Val fyrir vorönn 2019

Vikuna 8. - 12. október fer fram áfangaval fyrir vorönn 2019 í MK. Þá velja nemendur sér áfanga í Innu fyrir næstu önn. Undir flipanum Val fyrir vorönn 2019 getið þið fundið leiðbeiningar um valið ásamt lista yfir þá áfanga sem í boði eru á næstu önnum.  Það er mikilvægt fyrir ykkur að skoða brautarlýsinguna ykkar, annað hvort í Innu eða á heimasíðunni undir flipanum Bóknám. Það er mikilvægt að hver og einn nemandi haldi vel utan um námsferil sinn svo hann geti útskrifast samkvæmt áætlun.

Nemendur fæddir 2002 velja í nematímanum á þriðjudag hjá umsjónarkennara sínum.

Nemendur fæddir 2001 velja sjálfir og hafa fengið fyrirmæli varðandi valið hjá sínum umsjónarkennara. 

Eldri nemendur velja sjálfir en geta fengið aðstoð hjá áfangastjóra, námsstjóra eða námsráðgjöfum í næstu viku í V-holi milli kl. 9:35 og 13:40 mánudag til föstudags.

Opnað verður fyrir valið föstudaginn 5. október og lokað föstudaginn 12. október.

 

Val er umsókn um skólavist á næstu önn.

 Ekkert val –> engin stundatafla –> engin útskrift

 

Uppfært laugardagur, 06 október 2018 14:09

Forvarnardagur

Forvarnardagurinn er í dag, 3. október. Í hádeginu var gestafyrirlesari í Sunnusal sem sagði frá vímuefnaneyslu sinni og í lokin afhenti NMK peningaupphæð í minningarsjóð Einars Darra en nemendafélagið eyrnamerkti 100 kr af hverjum seldum miða á Tyllidagaballið í sjóðinn. Styrkurinn verður notaður til að útbúa fræðsluefni tengt efninu.

Gestafyrirlesari segir frá vímuefnaneyslu sinni

Nemendur hlusta á fyrirlestur

Styrkur afhentur til minningarsjóðs Einars Darra 

Uppfært miðvikudagur, 03 október 2018 14:34

Síða 5 af 60

Tengill á facebook

 

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top