Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Innritun fyrir haustönn 2019

Dagsetningar innritunartímabila fyrir haustönn 2019 eru sem hér segir:

1. Innritun á starfsbrautir: 1. - 28. febrúar

2. Forinnritun nýnema sem eru að útskrifast úr 10. bekk: 8.mars  - 13.apríl

3. Lokainnritun nýnema: 6.maí til og með 8.júní

4. Innritun eldri nemenda, nemenda í iðnnámi og meistaranámi matvælagreina: 7.apríl til og með 31. maí   

Uppfært þriðjudagur, 19 mars 2019 10:55

Lok jafnréttisviku

Fimmtudaginn 7. mars lauk jafnréttisviku með pomp og prakt. Páll Óskar steig á stokk og skemmti nemendum sem og starfsfólki. Einnig komu talsmenn Stigamóta og sögðu frá forvarnarverkefninu Sjúk ást, sem snýr að því að upplýsa fólk um einkenni heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda.

Nemendur jafnréttisnefndar stóðu fyrir söfnun með sölu á ýmsum veigum svo sem pizzum og kökum. Ágóðinn rann allur til Stigamóta.

Uppfært fimmtudagur, 14 mars 2019 12:32

Söngvakeppnin Urpið

 Lógó söngvakeppninnar Urpið

 

Nemendafélag Menntaskólans í Kópavogi (NMK) heldur ásamt Nemendafélagi FG sína árlegu söngvakeppni, sunnudaginn 10. Mars kl. 19:30 í Salnum í Kópavogi.

Þetta er einn af stóru viðburðum nemendafélagins og við hvetjum því alla til að koma og sjá hæfileikaríka söngvara skólans láta ljós sitt skína.

Miðasalar er inn á tix.is

 Nánari upplýsingar er á facebook síðu viðburðarins:https://www.facebook.com/events/2170377563292550/

Uppfært laugardagur, 09 mars 2019 19:57

Gaflaraleikhúsið

Í tilefni jafnréttisviku skipulagði femínistafélag NMK ásamt jafnréttisnefnd skólans, leikhúsferð sem var farin í dag 6. mars. Við fórum í Gaflaraleikhúsið að sjá sýninguna Fyrsta skiptið og skemmtum okkur konunglega.   

Á myndinni eru krakkarnir í nefndinni, þau Brynjar, Gísli, Hekla og Haraldur Daði, ásamt leikurum verksins eftir vel heppnaða sýningu og mikið fjör. 

Uppfært miðvikudagur, 06 mars 2019 22:53

Jafnréttisvika 2019

Nú er hin árlega jafnréttisvika í MK. Dagskrá vikunnar má sjá hér

 

Uppfært miðvikudagur, 06 mars 2019 22:53

Opið hús 28. mars

Opið hús  verður í Menntaskólanum í Kópavogi, fimmtudaginn, 28. mars, kl.16:30-18:30.

Kynnt verður námsframboð skólans; námsbrautir í bóknámi, matvæla- og ferðagreinar, ferðamála- og leiðsögunám, matsveina- og matartæknanám.

Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir 

 

Uppfært miðvikudagur, 27 febrúar 2019 09:47

Heimsókn til Ringe

Dagana 3.-8. febrúar fóru 15 nemendur í ferðamálaáfanga við Menntaskólann í Kópavogi í heimsókn til menntaskólans Midtfyns Gymnasium ásamt tveimur kennurum.  Skólinn er staðsettur í Ringe á Fjóni í Danmörku. Heimsóknin var hluti af verkefni sem styrkt er af Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefnið fólst í samstarfi milli Íslands, Danmerkur og Noregs.

Markmið verkefnis var að auka þekkingu nemenda á möguleikum ferðaþjónustunnar. Unnið var í verkefni um ferðamennsku sem bar yfirheitið ,,outdoor activity” eða afþreying utandyra. Nemendur kynntu sér það sem var í boði á svæðinu og áttu svo að koma með nýjar hugmyndir. Afraksturinn var síðan kynntur í myndbandi sem nemendur gerðu.

Heimsóknin hófst á því að Íslendingarnir héldu kynningu fyrir dönsku nemendurna um helstu ferðamannastaði á Íslandi. Næsta dag var farið með lest til Óðinsvéa þar sem hópurinn heimsótti safn tileinkað hinum fræga rithöfund H. C. Andersen. Gengið var um borgina og fetað í fótspor Andersens. Þriðja daginn var farið með rútu í átt að Svendborg og stoppað á leiðinni í gamalli myllu sem búið var að gera upp. Þar fengu nemendur fræðslu um uppbyggingu ferðamennskunnar á svæðinu. Þegar komið var í Svendborg fengu nemendur kynningu á frumkvöðlastarfi og nýjum afþreyingarmöguleikum.

Á milli verkefna var farið í marga skemmtilega hópeflisleiki til að nemendur gætu kynnst betur og íslensku nemendunum var m.a. kennt að útbúa danskt smurbrauð.

Markmið verkefnisins er að efla og styrkja samskipti Norðurlandaþjóða og undirbúa nemendur fyrir þátttöku í alþjóðlegu samfélag. Heimsóknin gekk mjög vel og voru nemendur mjög ánægðir með ferðina og móttökur dönsku gestgjafanna.

 Nemendur

Uppfært föstudagur, 22 febrúar 2019 10:59

Síða 1 af 59

Go to top