Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Foreldrafélagið - aðalfundur 26. október 2016

 Mæting á fundinn var innan við 15 manns.

Aðalfundurinn hófst með stuttri kynningu Helenar forvarnafulltrúa á fyrirhuguðu námskeiði í MK sem haldið verður af Önnu Sigurðardóttur sálfræðingi fjóra mánudaga frá 7. nóvember næstkomandi, fyrir nemendur.

Síðan steig fram Anna Sigurðardóttir sálfræðingur með fyrirlestur um einkenni kvíða og þunglyndis hjá ungmennum.

Eftir góðan fyrirlestur hófust hin hefðbundnu aðalfundarstörf og sátu þá eftir níu fulltrúar foreldra og tveir fulltrúar kennara.

Fundarstjóri var Kristín L Guðjónsdóttir og ritari Erna Jónsdóttir.

Skýrsla stjórnar og starfsemi síðasta skólaárs kynnt.   Formaður lagði fram endurskoðaðan ársreikning. 

Ákveðið var einróma að kalla „foreldraröltið“ „foreldravakt“

Ársreikningur var samþykktur einróma.

Núverandi stjórn foreldrafélagsins var áfram kosin einróma ásamt einum nýjum meðstjórnanda, Önnu Maren Svavarsdóttur.

Liður f. „kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara“ var felldur niður með samþykki allra fundarmanna.  Ekki þykir umfang starfsemi félagsins það mikið að þörf sé á endurskoðendum.

Ákveðið var að halda áfram með edrúpottinn og þá, til að byrja með, eingöngu á árshátíðum skólans.   

Umræður voru um fræðslu í skólanum um áfengi, þunglyndi og kvíða.

 

 Fundargerð ritaði Erna Jónsdóttir

Uppfært miðvikudagur, 22 mars 2017 14:33

Go to top