Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Foreldrafélagið - fundur 21. nóv 2013

Fundargerð stjórnar Foreldrafélags MK

Fundur haldinn 21. Nóv. kl. 17:00

Mættir: Björk, Gunnar, Elísabet og Halla.

Til umræðu var:

  1. Reglur skólans á skólaböllum
  2. Fundartími stjórnar
  3. Upplýsingar um setu stjórnarmanna í nefndum á vegum skólans.
  1. Björk og Elísabet voru ásamt 2 öðrum foreldrum á foreldravakt á balli sem haldið var í Turninum um sl helgi. Að þeirra mati var töluverð ölvun á staðnum en á aðgöngumiða kemur fram að ölvun ógildi miðann, þeirra mat er að gera þarf ráðstafanir til þess að þessi regla verði raunhæf. Rætt var við Maríu forvarnarfulltrúa um mikilvægi þess að setja reglur og framfylgja þeim og hefur hún rætt við Margréti skólameistara um þetta. Stjórn foreldrafélagsins óskar eftir að farið verði í það hið fyrst að vinna slíkar reglur og lýsir sig reiðubúna í samstarf um þær. Rætt var um ýmsar leiðir t.d að láta alla nemendur blása áður en farið er inn o.fl í þeim dúr. Stjórnarmenn ætla að kynna sér hvernig þessu er framfylgt í öðrum skólum. Þess má geta að í einum skóla er edrú pottur, annar staðar er skylda að blása ef sést á nemanda og foreldrar sækja viðkomandi sé hann undir áhrifum á þó eingöngu við yngri en 18 ára o.s.frv. Ákveðið að BJ hafa samband við Maríu og reynt verði að koma þessari vinnu af stað.
  2. Fundartími rætt var um að mögulegt væri að hafa næsta fund á þriðjudegi og þar næsta á fimmtudegi til að reyna að koma til móts við alla stjórnarmenn
  3. Gunnar hefur setið einn skólanefndarfund þar sem rætt var um fjármál. Björk og Elísabet sátu fund með Heilsueflandi teymi og Katrín er í nefnd sem fjallar um ímynd skólans.

 

Fundi slitið 17:45, skráð af Björk Jónsdóttur

Uppfært fimmtudagur, 21 nóvember 2013 13:51

Go to top