Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Foreldrafélagið - fundur 16. apríl 2013

Fundargerð 16.04.2013

 

Aðalfundur foreldrafélags Menntaskólans í Kópavogi 16. apríl 2013 kl. 17:00 

 

Mættir voru: Arndís Arnardóttir, Guðrún Olgeirsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Unnur Elva Gunnarsdóttir

 

Fjarverandi: Marteinn Kristjánsson.

 

1. Námsgagnasjóður

Rætt var um námsgangasjóðinn og ákveðið var að setja auglýsingu í Kópavogspóstinn og hengja auglýsingar á töflur í skólanum til þess að hvetja nemendur að gefa bækur ef þeir hafa tök á því.  Reynslan sýnir að það eru nokkrir sem þurfa aðstoð og það er ánægjulegt að geta aðstoða þá einstaklinga.

 

2. Breytingar á húsnæði MK.

Í sumar munu standa yfir breytingar í skólanum.  Bókasafnið verður flutt á nýjan rýmri stað og einnig verður tölvuver skólans staðsett á sama stað sem er mikil hagræðing.

 

3. Stjórn foreldrafélagsins

Gunnar Þór Gunnarsson ætlar að vera áfram í foreldrafélaginu en  óljóst er með Unni og Arndísi. Guðrún formaður mun hætta þar sem hennar barn hefur náð 18 ára aldri. Endilega hafið samband ef þið áhuga á að starfa í foreldrafélaginu.

 

4. Félagslíf

Rætt var um félagslíf nemenda. Sumum finnst það mætti vera meira en það erfitt fyrir marga krakka að finna tíma því mörg þeirra eru í íþróttum og öðrum tómstundum.

 

5. Mötuneyti

Varðandi verkefnið heilsueflandi framhaldsskóli  þá hefur gengið  hefur ágætlega að með að innleiða þá stefnu að bjóða hollan mat og taka út gosdrykki. Rætt var um að þeir einstaklingar sem koma inn í skólann muni venjast þessu fljótt.

 

Næsti fundur verður haldinn í haust.

 

Fundinn ritar: Arndís Arnardóttir

 

 

Uppfært þriðjudagur, 16 apríl 2013 13:14

Go to top