Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Foreldrafélagið - fundur 10. maí 2012

Fundargerð 10.05.2012

Aðalfundur foreldrafélags Menntaskólans í Kópavogi

10. maí 2012 kl. 17:00

Mættir voru: Arndís Arnardóttir, Guðrún Olgeirsdóttir , Marteinn Kristjánsson, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, 

og Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Fjarverandi: Guðmundur Kristinsson og Úlfar Þór Indriðason.

1. Heilsueflandi framhaldsskóli

Næsta vetur á að halda áfram og efla heilsueflandi framhaldsskóla. Undirbúningur hefur staðið 

yfir og á næsta ári verður hugað að næringunni og breytingar gerðar á mötuneytinu. Matseðill 

verður í samræmi við leiðbeiningar í handbók um mataræði í framhaldsskólum. Sjálfsalar í MK 

munu ekki selja óhollustu, grænmeti og ávextir verða til sölu á samkeppnishæfu verði og kalt 

drykkjarvatn verður aðgengilegt og kvatt verður til neyslu þess. Næsta ár þar á eftir verður síðan 

hugað að hreyfingu síðan geðrækt og fjórða árið verður hugað að lífsstíl. 

Umræða fór fram um íþróttakennslu MK. Margrét skólameistari sagði að með breyttu

fyrirkomulagi væri mun minna um forföll og fleiri stunduðu líkamsrækt en þegar kennt var með 

hefðbundnum hætti. Í dag er einnig boðið upp á fótboltaakademíu hjá HK og Breiðablik, 

gönguferðir, fjallgöngur, hestaferðir sund og fleira. Einnig eru íþróttakennarar í Sporthúsinu sem 

leiðbeina nemendum. Almenn ánægja er um þetta fyrirkomulag hjá nemendum.

2. Forvarnir 

Mikilvægt er að vinna ötullega að forvörnum, rannsóknir sýna að 41% af 

framhaldsskólanemendum hafa prófað eiturlyf. Hvetjum foreldra til að kynna sér 

heimasíðuna baragras.is.

3. Innflytjendur

Margrét hefur áhyggjur hvað verður um börn innflytjenda hjá bænum. Þeir hafa síður 

skilað sér í framhaldsnám. Í þessum málaflokki þarf að vinna betur og grunnskólarnir í 

bænum að sinna betur.

4. Námsárangur í háskólum

Skoðuð var skýrsla um námsárangur í Háskóla Íslands árin 2008-2011 út frá því úr hvaða menntaskóla einstaklingar útskrifuðust. Skoðuð voru 179.000 próf og var meðtal reiknað 

út frá því. Munur á milli þessara framhaldsskóla sem nemendur útskrifast frá og einkunna 

er mjög lítill. Á félagsfræðibraut þá var MR með 6,8 en MK 6,48. Sömu sögu var að 

segja um aðrar brautir.

5. Námgagnasjóður

Mikil ánægja er með námsgagnasjóðinn og gátum við aðstoðað nokkra nemendur. Nú eru 

til 35.000 kr. í sjóðnum og til þess að mæta þörfinni næsta vetur þá þarf að senda út 

gíróseðla aftur í haust.

6. Breytingar í stjórn foreldrafélagsins

Nú er ljóst að það verða breytingar í stjórn foreldrafélagsins næsta ár. Hvetjum við 

foreldra til að koma til starfa. 

Næsti fundur foreldrafélagsins verður í haust og auglýstur síðar.

Uppfært miðvikudagur, 04 september 2013 13:04

Go to top