Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaTölvur

Tölvur

Menntaskólinn í Kópavogi er fartölvuskóli og er gert ráð fyrir að allir nemendur skólans hafi fartölvu til umráða. Kennsla í skólanum miðast í æ ríkara mæli við notkun stafrænna upplýsingamiðla. Í mörgum kennslustofum eru gagnvirkar kennslutöflur. Þessi tækni gerir kennurum kleift að vista og geyma ýmislegt efni úr kennslustundum á auðveldan hátt þannig að hægt er að nálgast fyrirlestra og glósur kennarans og geyma til frekari úrvinnslu.
Í skólanum er þráðlaust netkerfi þannig að hægt er að komast á staðarnet skólans í öllum kennslustofum. Netkerfið er lokað og til að geta tengst neti skólans þarf að skrá viðkomandi fartölvu hjá tölvuþjónustu.
Í öllum áföngum sem kenndir eru við skólann er notað námsumhverfið Moodle, en þessu umhverfi má líkja við kennslustofu á Internetinu. Þarna er geymt ýmis konar námsefni og ítarefni sem nemendur geta nálgast jafnt heima sem í skólanum. Verkefnaskil fara að miklu leyti fram með rafrænum hætti innan kerfisins og gagnvirk próf og verkefni eru mikið notuð. Einnig færist mjög í aukana að kennarar hafi rafræn lokapróf í námsgreinum sínum. Nemendur fá upplýsingar um aðgang að kerfinu og nauðsynleg lykilorð við upphaf fyrsta skólaárs þeirra.

Nú eru um það bil 1250 nemendatölvur og 120 starfsmannatölvur á þráðlausu neti skólans. Að auki eru 25 borðtölvur í tölvuveri og á bókasafni og 60 borðtölvur í kennslustofum, skrifstofum og vinnustofum kennara.

Tveir starfsmenn sinna tölvuþjónustu við nemendur, kennara og aðra starfsmenn.

Netstjóri í hálfri stöðu er Jón Ingvar Valdimarsson

Í tölvuþjónustu á bókasafni eru  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í 25% stöðu hvort og Jón Ingvar Valdimarsson í hálfri stöðu.

Uppfært miðvikudagur, 26 september 2018 15:41

Go to top