Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Tölvur / Upplýsingar

 Hér koma nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir fartölvunotendur í MK


Stýrikerfi:
Windows tölvur eru flestar með stýrikerfi af gerðinni Windows XP, Windows Vista eða Windows 7. Öll þessi stýrikerfi hafa reynst vel á fartölvum nemenda hér í skólanum en þó er gott að hafa í huga að Windows Vista krefst heldur stærra vinnsluminnis en hin stýrikerfin. Önnur stýrikerfi, t.d. Linux, hafa einnig reynst ágætlega. Fyrir Mac notendur ganga allar nýjustu útgáfurnar of Mac OS stýrikerfinu.

Notendahugbúnaður:
Allir nemendur þurfa að vera með hugbúnað fyrir ritvinnslu og glærugerð og einnig töflureikni í tölvum sínum. Margir kjósa að nota Office pakkann frá Microsoft (með Word, Excel og PowerPoint) sem hægt er að kaupa í flestum tölvuhlutaverslunum ef hann fylgir ekki með tölvunni þegar hún er keypt. Hugbúnaðurinn Open Office, sem gegnir svipuðu hlutverki og Microsoft Office, fæst ókeypis á Netinu og hafa margir nemendur nýtt sér hann með ágætum árangri.

Vírusvörn:
Notendum á staðarneti MK er skylt að vera með virka vírusvörn í tölvum sínum. Þjónustufulltrúar í tölvuþjónustu MK veita aðstoð við uppsetningu á vírusvarnarhugbúnaði ef hann er ekki til staðar í fartölvunni. Oft fylgja með tölvum prufueintök af vírusvörnum sem eru virkar í 30-90 daga en að þeim tíma loknum þarf að kaupa áskrift. Í stað þess að kaupa áskrift að vírusvarnarhugbúnaði er vert að athuga ókeypis vírusvarnarbúnað, t.d. Avast eða AVG, sem hægt er að sækja af Netinu. Ef ný vírusvörn er sett inn þarf að fjarlægja þá sem fyrir er. Það er aldrei ráðlegt að vera með tvær eða fleiri vírusvarnir í tölvunni. Slíkt dregur verulega úr vinnslugetu vélarinnar og getur jafnvel valdið skemmdum á hugbúnaði. Sjá nánari upplýsingar um tölvuveirur hér og einnig neðar á þessari síðu.

Viðhald:
Til að tölvan gagnist best sem verkfæri við námið þarf hún að vinna bæði fljótt og vel. Þess vegna verður að gæta þess að vera með góðar varnir gegn ýmsum kvillum og aðskotahugbúnaði sem getur borist af netinu og með tölvupósti. Einnig er mikilvægt að uppfæra stýrikerfi tölvunnar reglulega.
Oft safnast fyrir í tölvunum ónauðsynlegar skrár og dót sem hægir á þeim. Forrit á borð við Windows Defender og Ad-Aware eru dæmi um hugbúnað sem finnur slíkt drasl og hjálpar til við að fjarlægja það. Ekki er verra að næla sér í annað hvort þessara forrita (alls ekki vera með bæði) en þau fast ókeypis á Netinu. Einnig er ráðlegt að eyða dúsum og tímabundnum netskrám (cookies and temporary internet files) reglulega. Hér eru leiðbeiningar um það.

Þráðlaust netkort:
Nemendur verða að hafa þráðlaust netkort með fartölvunni til að geta notað Internetið í skólanum. Í nýrri vélum eru netkortin nú orðið innbyggð í tölvurnar. Nemendur þurfa að vera vissir um að netkortið sé uppsett í tölvunni áður en komið er í skólann. Aðgangur að neti skólans er veittur þegar númer netkortsins (MAC adressa) hefur verið skráð og gengið hefur verið úr skugga um að vírusvarnir tölvunnar séu í lagi.

Moodle, INNA og aðgangur að tölvum skólans:
Nýir nemar í MK fá afhent notendanöfn og lykilorð að öllum tölvukerfum um leið og þeir hefja nám við skólann. Nemendur bera ábyrgð á lykilorðum sínum og þurfa að passa þau vel. Ekkir er sniðugt að vista lykilorð í tölvum. Betra er að koma sér upp einhvers konar kerfi og skrá lykilorð til minnis í gsm síma, í dagbók eða á góðum stað heima. Hægt er að virkja sérstaka þjónustu í INNU og Moodle til að endurheimta gleymd lykilorð.

Óæskilegur hugbúnaður:
Það getur verið tímafrekt og vandasamt verk að fjarlægja veirur úr tölvu og þarf oft sérfræðinga og ýmis hjálpartæki til þess að vinna það verk. Sumir vírusar, ormar eða annar óæskilegur hugbúnaður (spyware, malware, trojans) eru jafnvel forritaðir þannig að þeir setja sig inn aftur þrátt fyrir að þeim hafi verið eytt eða verið fjarlægðir úr tölvunni. Með því að skanna tölvuna reglulega með ókeypis (eða ódýrum) hugbúnaði er sem betur fer hægt að halda þessu í nokkuð góðu lagi.

Hvað er tölvuvírus?
Tölvuvírus er hugbúnaður sem er sérstaklega hannaður til að eyðileggja eða trufla stýrikerfi tölvunnar, skemma gögn, dreifa sér til annarra tölva eða út á Internetið.
Tölvuvírusar leita uppi þá tölvunotendur sem eru ekki á varðbergi og fá þá til að dreifa vírusunum án þess þó að þeir geri sér nokkra grein fyrir að þeir séu að gera það. Vírusar og önnur óværa dreifa sér helst með tölvupósti og á spjallrásum eins og MSN.

Nokkur ráð til að verjast því að fá vírusa í tölvuna.

 • Vertu á varðbergi þegar þú vafrar á netinu, hleður niður skrám eða opnar viðhengi.
 • Notaðu eldvegg.
 • Uppfærðu stýrikerfi tölvunnar og vírusvarnarhugbúnaðinn reglulega (stilltu á sjálfvirka uppfærslu).
 • Ekki opna tölvupóstsviðhengi frá einhverjum sem þú þekkir ekki.
 • Ekki opna tölvupóstsviðhengi nema að þú vitir hvað það er þótt þú þekkir viðkomandi. Sendandi veit e.t.v. ekki að tölvan hans er smituð.
 • Lestu skilaboðin sem birtast á skjánum.

Aðferðir við að fjarlægja vírusa eða óæskilegan hugbúnað:

 1. Uppfærðu stýrikerfi tölvunnar ef það gerist ekki sjálfkrafa.
 2. Uppfærðu vírusvörnina eftir þörfum (ekki nauðsynlegt með Trend Micro Officescan) og skannaðu tölvuna.
 3. Ef vírusvörnin þín fjarlægir ekki sýktu skrárnar gætir þú prófað að sækja hugbúnað á borð við Malicious Software Removal Tool (fyrir Microsoft Windows XP eða Windows Vista) og skanna með honum.
 4. Skannaðu tölvuna með nýjustu uppfærslunni af Ad-Aware eða Windows Defender. Það er ótrúlega mikið sem finnst við slíka leit. Eyddu öllu óæskilegu efni.
 5. Ef þú kemst ekki á Netið til að sækja hugbúnaðinn sem mælt er með hér að ofan vegna þess að tölvan þín er orðin illa smituð getur verið ráð að nálgast hugbúnaðinn í annarri tölvu og flytja á milli, annað hvort með því að brenna geisladisk eða vista á USB lykli.
 6. Leitaðu aðstoðar í þjónustuveri MK ef þú ert í vafa eða þarft á hjálp að halda.

 

Ýmsar slóðir með upplýsingum um fartölvur og viðhald þeirra

Vefir um fartölvur
Notebook Review
PC Advisor

Heimasíða Microsoft á Íslandi
Heimasíða Apple á Íslandi
Fjögur ráð til að vernda tölvuna gegn vírusum
Fróðleikur um vírusvarnir af tengingu á Menntagátt
Fróðleikur um tölvuveirur af fræðslusíðum BBC
Netöryggi - góð ráð
Gátlisti fyrir örugga nethegðun af heimasíðu SAFT
Hreinsa dúsur (cookies) og tímabundnar netskrár (Temporary Internet Files)
Leiðbeiningar um hvernig Ad-Aware er sett upp á tölvuna

Uppfært miðvikudagur, 08 mars 2017 16:48

Go to top