Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Tölvur / Fartölvur


Menntaskólinn í Kópavogi er fartölvuskóli og er gert ráð fyrir að allir nemendur skólans hafi fartölvu til umráða. Námsumhverfið Moodle (sem líkja má við kennslustofu á Internetinu) er notað í öllum áföngum skólans og stórum hluta verkefna er skilað með rafrænum hætti. Í skólanum er þráðlaust netkerfi og hægt er að komast á staðarnet skólans í öllum kennslustofum. Netkerfið er lokað og þarf að skrá tölvur sérstaklega svo þær geti tengst staðarnetinu.

Hvernig fartölvu á ég að kaupa?
Í Menntaskólanum í Kópavogi er Microsoft tölvukerfi og Windows tölvur en það er þó engin fyrirstaða fyrir því að annars konar stýrikerfi eða tölvutegundir séu notaðar. Þú velur einfaldlega þá tölvu sem best fellur að þínum smekk og fjárhag. Þegar verið er að festa kaup á fartölvu er gott að hafa í huga stærð vinnslu- og geymsluminnis tölvunnar, hvaða algengustu notendaforrit fylgja með henni, hvers konar þjónusta er í boði hjá söluaðilanum og hvernig ábyrgðarskilmálum er háttað. Nemendum er skylt að hafa vírusvörn í fartölvum sínum. Nemendur fá aðstoð við að setja upp vírusvörn ef hún er ekki í tölvunni.

Hvað þarf að vera í tölvunni?
Windows fartölvur:

• 2GB RAM eða stærra vinnsluminni 
• Gott geymslupláss á hörðum diski
• Innbyggt þráðlaust netkort
• OpenOffice (ókeypis hugbúnaður sem hægt er að sækja á Netið) eða Office pakki fyrir Windows (Word, PowerPoint, Excel o.fl.)
• Vírusvörn (hægt er að nálgast ýmsar góðar vírusvarnir ókeypis á Netinu)

Apple fartölvur:
• 2GB RAM eða stærra vinnsluminni
• Gott geymslupláss á hörðum diski
• Airport þráðlaust netkort 
• OpenOffice (ókeypis hugbúnaður sem hægt er að sækja á Netið) eða Office pakki fyrir Mac tölvur
• Vírusvörn þarf ekki nema Windows stýrikerfi sé sett upp á vélinni (hægt er að nálgast ýmsar góðar vírusvarnir ókeypis á Netinu)


Spjaldtölvur

 

  • Spjaldtölvur geta tengst staðarnti skólans

 

Get ég farið á netið um leið og ég kem með tölvuna í skólann?
Nei, það er ekki hægt. Til þess að tölva geti tengst staðarneti MK þarf að skrá hana í aðgangsstýrikerfi skólans, ganga úr skugga um að hún sé ekki vírussmituð og setja upp vírusvörn ef hún er ekki til staðar. Fyrirkomulag þjónustunnar verður auglýst sérstaklega í ágúst á heimasíðu skólans,
www.mk.is

Hvernig tölvuþjónusta er í boði?
Þjónustuver skólans er opið alla virka daga frá kl. 08:30-15:30 og þar geta nemendur leitað aðstoðar með ýmis mál tengd notkun tölvunnar í námi. Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn geri sér grein fyrir því að ef vandamál koma upp í stýrikerfi, vélbúnaður bilar eða vírusar berast í tölvuna verða nemendur að leita til fagmanna með tilheyrandi kostnaði. Munið að tölvan er dýrt náms- og vinnutæki sem ber að umgangast með fyllstu gætni.

Vinsamlegast leitið til Tölvuþjónustu MK ef frekari upplýsinga er þörf.

Uppfært föstudagur, 09 ágúst 2013 19:13

Go to top