Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Námsráðgjöf / Þjónusta

 

Rétt vinnubrögð í námi skipta máli og stuðla að árangri.
  Námsráðgjafi aðstoðar nemendur með:
 • leiðsögn og fræðslu um skipulagningu og áætlanagerð.
 • leiðsögn og fræðslu um námstækni s.s. námsaðferðir, lestraraðferðir og prófundirbúning.
 • leiðsögn og fræðslu um lífsstíl og venjur sem stuðlað geta að aukinni einbeitingu, úthaldi og auknu tilfinningalegu jafnvægi.
Persónulegur vandi getur haft áhrif á námsframvindu og árangur í námi.
  Námsráðgjafar greina vanda og vísa á aðra sérfræðinga ef þurfa þykir. Námsráðgjafar veita nemendum:
 • ráðgjöf og stuðning vegna tímabundinna erfiðleika og eða áfalla.
 • ráðgjöf og stuðning vegna erfiðleika í einkalífi.
 • ráðgjöf og leiðsögn um streitu og kvíða.
Margir nemendur af landsbyggðinni og skiptinemar stunda nám við skólann.
  Þeir eru margir komnir langt að. Það er erfitt að hefja nám í nýjum skóla langt í burtu frá fjölskyldu og vinum. Námsráðgjafar aðstoða þessa nemendur með:
 • fræðslu um það sem vinna þarf að til að auka líkur á að vel takist til þegar nám fer fram fjarri heimahögum.
 • leiðbeiningum um nám á eigin spýtur.
 • að kynnasta skólalífinu.
Náms og starfsval er flókið.
  Námsframboð verður sífellt meira og möguleikar á samsetningu náms fleiri. Sjálfsþekking er þá lykilatriði. Námsráðgjafar veita aðstoð við náms-og starfsval með:
 • fræðslu og samtali um nám og störf.
 • greiningu styrkleika og veikleika með tilliti til náms og starfa.
 • áhugagreiningu og leit að námi og starfi.
Námsráðgjafar veita upplýsingar um námsframboð og fylgjast meðbreytingum sem verða á þessu sviði.
  Þeir veita nemendum:
 • upplýsingar og ráðgjöf um nám, námskeið og starfsmenntun.
 • upplýsingar og starfsfræðslu með kynningum úr atvinnulífinu.
 • upplýsingar með námskynningum innan skóla og þátttöku og undirbúningi nemenda fyrir stærri sameiginlegar námskynningar í menntakerfinu.
 • aðstoð við gagna og upplýsingaöflun.
Heimili og skóli þurfa að vinna saman að velferð nemenda.
  Það gera námsráðgjafar með því að:
 • stuðla að bættu samstarfi heimila og skóla.
 • kynningum á skólastarfinu fyrir foreldra og forráðamenn.
 • stuðningsviðtölum og leiðsögn við foreldra.
Námsráðgjafar sinna nemendum með sérþarfir s.s. vegna veikinda eða námsvanda.
  Þetta gera þeir með ráðgjöf, hagsmunagæslu og upplýsingagjöf vegna sérhæfðra réttindamála með:
 • stuðningi við einstaklinga með sérþarfir.
 • með því að skrá upplýsingar í INNU svo þær komist til kennara.
 • mati og greiningu á úrræðum fyrir einstaklinga með sérþarfir.
 • samstarfi við yfirvöld, sérfræðinga og þjónustuaðila um málefni einstaklinga með sérþarfir en þó alltaf í samráði við nemendurna sjálfa og foreldra þeirra.

Nemendur með greindan námsvanda fá lengdan próftíma. Aðgang að hljóðgerfli, þjónustu Blindrabókasafns og séraðstoð ef við á eftir því sem við verður komið.

Uppfært mánudagur, 02 október 2017 12:27

Go to top