Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaStúdentsbrautirOpin braut - Nýtt

Opin braut

Á opinni braut er áhersla lögð á að byggja upp almennan sterkan þekkingargrunn með því að nemendur aðlaga námið að þörfum sínum og áhugasviðum. Nemendur öðlast innsýn í fræðilegar starfsaðferðir áhugasviðs síns með þjálfun í menningar- og náttúrulæsi í þverfaglegum áföngum. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og þar með býr nemandinn yfir þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við nám á háskólastigi. Við samsetningu námsins tryggir nemandi sér að námið veiti honum réttan undirbúning undir það framhaldsnám sem hann hyggst leggja stund á.

Inntökuskilyrði

Almenn skilyrði til innritunar á opna braut eru að nemandi hafi lokið einkunninni A, B+ eða B í íslensku, ensku og stærðfræði við lok grunnskóla. Hafi nemandi einkunn undir því viðmiði (C+) í einni námsgrein getur hann innritast á opna braut en tekur áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nemandi fari beint á 2. þrep í grunnfögum, auk dönsku, hafi hann náð einkunninni A, B+ eða B við lok grunnskóla. Hafi nemandi einkunn undir því viðmiði (C+) fer hann á fyrsta þrep í viðkomandi námsgrein.

Námstími

Námstími til stúdentsprófs er þrjú ár og þarf nemandi að ljúka 33-34 einingum á önn til að ljúka á þeim tíma.

Skipulag

Nám á opinni braut er alls 200 einingar sem skiptast í 100 einingar í kjarna og 100 einingar í opnu vali á 1. – 4. þrepi. Þar getur nemandinn valið úr öllu námsframboði skólans. Þær einingar geta verið af hvaða tagi sem er en við skipulagningu náms á opinni braut er nauðsynlegt að nemendurhttp://namskra.is/courses/57e3c50f62933a0306010eed hafi samráð við fagaðila innan skólans. Það er mikilvægt að nemendur skipuleggi nám sitt með aðgangsviðmið háskóla í huga eftir því sem við á

Prentvæn útgáfa - Nemendur fæddir 2000

Kjarni (K)Skst.1. þrep2. þrep3. þrepFein.
Íslenska ÍSLE   2BA05, 2BB05 3CA05, 3CB05 20
Enska ENSK   2BA05, 2BB05   10
Stærðfræði STÆR   2XX05, 2XX05   10
Danska DANS   2BA05    5
Læsi LÆSI 1AA10     10
Íþróttir ÍÞR 1AA01, 1AA01, 1AA01, 1AA01     4
Þriðja mál

FRAN

SPÆN

ÞÝSK

1AA05, 1AB05, 1AC05

1AA05, 1AB05, 1AC05

1AA05, 1AB05, 1AC05

    15
Nýnemafræðsla NEMI 1AA01     1
Lokaverkefni LOVE     3LV05 5
Íslenska/enska/stærðfræði       3XX05, 3XX05 10
Einingar úr BK annarrar brautar      10   10
  Fjöldi eininga 30 45 25 100
Opið val (OV)

Opið val á 1.-4. Þrepi. Mikilvægt er að halda áfram að dýpka þekkingu sína og velja hér fleiri áfanga af kjörsviði brautarinnar

Áfangar á 1. þrepi

Áfangar á 2. þrepi

Áfangar á 3. þrepi

Áfangar á 4. þrepi

100
  Samtals einingar 200

 

Fjöldi eininga á þrepi K FV
1. þrep
lágmark 33 - hámark 67
30 100
2. þrep
lágmark 67 - hámark 100
45
3. þrep
lágmark 33 - hámark 67
25
Alls 200 100 100

 

Lokamarkmið opinnar brautar

Að loknu námi á opinni braut skal nemandi hafa hæfni til að .....

  • afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka þær
  • sýna frumkvæði og skapandi hugsun við lausnamiðað nám
  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
  • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
  • nálgast viðfangsefni sín og umhverfi á víðsýnan, umburðarlyndan og ábyrgan hátt
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
  • beita aðferðum þeirra greina sem hann sérhæfir sig í og velja viðeigandi rannsóknaraðferð hverju sinni
  • nýta sérþekkingu sína sem hann hefur öðlast á brautinni til frekara náms eða starfs

Uppfært þriðjudagur, 10 október 2017 14:11

Go to top