Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Skólaráð

Skólaráð er kosið við upphaf hvers skólaárs. Í skólaráði sitja tveir fulltrúar kennara, tveir fulltrúar nemenda, skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.

Skólaráð MK skólaárið 2017 – 2018:
Sólveig Ebba Ólafsdóttir fulltrúi kennara
Silja Brá Guðlaugsdóttir fulltrúi kennara
Tveir fulltrúar nemenda
 Helene H Pedersen áfangastjóri 
Margrét Friðriksdóttir skólameistari
Helgi Kristjánsson aðstoðarskólameistari
Baldur Sæmundsson áfangastjóri
   

Skólameistari boðar til funda. Skólaráð starfar á starfstíma skóla, en heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til.

Skólaráð starfar skv. lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996 8. grein og reglugerð um skólaráð við framhaldsskóla nr. 140/1997.

Skólaráð:
er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans.
fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar.
fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda.
veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneyti sé þess óskað.
fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.

Skólaráð getur vísað erindum sem það hefur fjallað um, ásamt umsögn, til skólanefndar, kennarafundar eða nemendaráðs.

Uppfært þriðjudagur, 29 janúar 2019 12:35

Go to top