Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaSkólinnMat á skólastarfi

Mat á skólastarfi

Í 23. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 er ákvæði þess efnis að sérhver framhaldsskóli skuli innleiða aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans.

Menntamálaráðuneytið gerir úttekt á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla á 5 ára fresti.

Í Menntaskólanum í Kópavogi hófst vinna við sjálfsmat í ágúst 1996 og frá þeim tíma hefur átt sér stað stöðug þróun á sjálfsmati og matsaðferðum innan skólans sbr. Gæðastefnu skólans og sjálfsmatsáætlun. Tilgangur sjálfsmats er að greina sterkar og veikar hliðar skólastarfsins og vinna að sívirku umbótastarfi.

Menntamálaráðuneytið lét vinna úttekt á sjálfsmatsaðferðum MK á haustönn 2002. Í heildarniðurstöðum úttektarskýrslu segir; að samkvæmt viðmiðum ráðuneytis teljist sjálfsmatsaðferðir skólans fullnægjandi og ljóst sé að sjálfsmatsferli MK sé í föstum skoðum og uppfylli kröfur menntamálaráðuneytis um kerfisbundið sjálfsmat sem hefur farið fram á öllum helstu þáttum skólastarfsins.

 

 

 

 

Uppfært föstudagur, 21 júní 2013 14:24

Go to top