Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Skólareglur og meðferð ágreiningsmála

Reglur um skólasókn

Reglur um notkun notkun snjalltækja

Um námsmat, einkunnir og námsframvindu

Umgengnisreglur MK

Meðferð ágreiningsmála

Prófareglur

 

 

Reglur um skólasókn

LSM-012 byggir á VKL-203 gr. 5.2.

1. Nemendum ber að sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.

2. Ef fjarvistir nemenda eru fleiri en 10% af heildarskólasókn er heimilt að víkja nemenda úr skólanum.

3. Áður en nemenda er vikið úr skóla vegna lélegrar skólasóknar skal hann hafa fengið viðvörun í INNU. Endanleg brottvikning úr skóla vegna lélegrar skólasóknar er á ábyrgð skólameistara í samráði við skólaráð.

4. Veikindi nemenda yngri en 18 ára skal foreldri/forráðamaður skrá í Innu samdægurs. Veikindi nemenda 18 ára og eldri skal tilkynna skrifstofu skólans samdægurs og staðfesta með læknisvottorði.Til að læknisvottorð sé tekið gilt þarf það að berast skrifstofu skólans innan viku frá lokum veikinda. Læknisvottorð gilda frá fyrsta degi. Nemendur eldri en 18 ára geta opnað aðgang foreldri/forráðamanns að INNU og þá getur viðkomandi skrá veikindi samdægurs í INNU. Skráning foreldris/forráðamanns jafngildir vottorði. 

5. Sé um langvarandi veikindi að ræða eða fjarvistir sökum þráláts sjúkdóms þurfa nemendur að hafa samband við námsráðgjafa.

6. Leyfi eru ekki veitt. Aðstoðarskólameistari annast frávik frá þessari reglu.

7. Komi nemandi of seint í kennslustund, þ.e. eftir að kennsla er hafin, jafngildir það hálfri fjarvistarstund. Ef liðnar eru 30 mín. eða meira af kennslustund reiknast það sem full fjarvist.

Brjóti nemandi reglur skólans fær hann viðvörun. Ítrekuð brot á skólareglum geta leitt til brottvísunar. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart svo þeir geti nýtt andmælarétt sinn, sbr. VNL-205.

 

Reglur um notkun snjalltækja

LSM-013 byggir á VKL-301 gr. 5 flæðirit

1. Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem innritast hafi yfir eigin fartölvu/spjaldtölvu að ráða enda miðast kennsla við það.

2. Í kennslustund skulu nemendur aðeins nota þau snjalltæki við vinnu sem tengist viðkomandi áfanga.

3. Kennari stýrir vinnu í kennslustundum og stjórnar notkun á þessum búnaði eftir því sem við á. Kennari hefur leyfi til að banna alla notkun snjalltækja.

4. Nemendum er bannað að lána öðrum aðgang sinn eða gefa upp notendanafn og lykilorð.

5. Nemendur mega ekki sækja forrit út á netið og vista á neti skólans.

6. Óheimilt er að setja forrit inn á vélar skólans.

7. Nemendum er stranglega bannað að birta/senda óviðeigandi efni og skilaboð um samnemendur og starfsmenn skólans.

8. Nemendur skulu ganga vel um allan tækjabúnað skólans.

9. Ef nemendur fylgja ekki reglum skólans um notkun snjalltækja geta þeir átt á hættu að missa aðgang að tækjum skólans og neti skólans.

Brjóti nemandi reglur skólans um notkun snjalltækja fær hann viðvörun. Ítrekuð brot á skólareglum getur leitt til áminningar eða brottvísunar. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart svo þeir geti nýtt andmælarétt sinn, sbr. VNL-205.

 

Um námsmat, einkunnir og námsframvindu

LSM-011 byggir á VKL-203, gr. 5.3. VKL-301 gr. 5 flæðirit. VKL-307 gr. 5 flæðirit og VKL-308 gr. 5 flæðirit

1. Námsmat byggir á þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Námsmatsaðferðir geta verið skriflegar, munnlegar, á rafrænu formi eða verklegar, falið í sér sjálfsmat, jafningjamat, leiðsagnarmat, símat og lokamat.

2. Einkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1-10. Til að standast áfanga þarf nemandi að fá einkunnina 5. Nemanda er heimilt að útskrifast með einkunnina 4 í einum áfanga. Einkunnin 4 gefur ekki einingar og því þarf nemandi að eiga umframeiningar á því þrepi svo hann nái upp í einingafjölda til útskriftar.

3. Nemendum ber að taka þátt í öllu námsmati hvers áfanga. Heimilt er að vísa námsmati á sjúkraprófsdaga í lok annar enda liggi fyrir læknisvottorð.

4. Verði nemandi uppvís að misferli tengt námsmati er það meðhöndlað samkvæmt VKL-307 og GAT-038. Sjá einning gr. 5.2. hér að neðan undir Meðferð ágreiningsmála.

5. Nemendum ber að skila öllum ritgerðum og verkefnum á tilsettum tíma. Upplýsingar um próf, verkefna- og ritgerðarskil eru á kennsluáætlunum. Sé nemandi veikur á skiladegi gilda reglur um skráningu veikinda.

6. Snjalltæki eru ekki leyfð í prófum nema það sé sérstaklega tekið fram.

7. Nemanda er einungis heimilt að sitja í sama áfanga þrisvar. Þrífall getur varðað brottvikningu úr skólanum.

8. Um námsframvindu gilda eftirfarandi viðmið fyrir nemendur sem stunda nám skv. námsskipulagi sem tekið var upp haustið 2015.

Að lokinni:

1. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 15 einingum

2. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 35 einingum

3. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 55 einingum

4. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 75 einingum

5. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 95 einingum

6. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 115 einingum

7. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 135 einingum

8. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 155 einingum

9. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 175 einingum

10. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 200 einingum

Um námsframvindu gildir eftirfarandi viðmiðun í eldra kerfi sem var í gildi til haustsins 2015

Að lokinni:

1. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 9 einingum

2. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 20 einingum

3. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 32 einingum

4. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 44 einingum

5. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 56 einingum

6. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 68 einingum

7. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 80 einingum

8. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 92 einingum

9. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 104 einingum

10. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 116 einingum

11. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 128 einingum

12. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 140 einingum

Nemandi með hæga námsframvindu á ekki vísa skólavist.

 

Umgengnisreglur MK

LSM – 010 vísar til VKL-203, gr. 5.7.

1. Nemendur og starfsfólk skula virða markmið og gildi skólans, stefnu hans og reglur.

2. Gagnkvæm virðing og kurteisi skal ríkja í skólanum. Einnig ber að sýna háttvísi og prúðmennsku allstaðar þar sem komið er fram í nafni skólans.

3. Nemendum ber að hlýða fyrirmælum starfsfólks skólans

4. Nemendum ber að ganga hreinlega og prúðmannlega um húsakynni skólans og fara vel með muni hans.

5. Valdi nemandi skemmdum á húsnæði eða munum skólans ber honum að skýra starfsfólki eða skólameistara frá því og bæta skemmdir samkvæmt ákvörðun skólameistara.

6. Nemendur skulu fara úr útiskóm í anddyri skólans og nota inniskó. Útiskó á að geyma í skóskápum sem nemendur hafa til umráða. Nemendur eru sérstaklega beðnir að skilja ekkert fémætt við sig. Skólinn ber ekki ábyrgð á eigum nemenda sem glatast eða er stolið.

7. Munntóbak og reykingar með eða án tóbaks (þ.m.t. raf-sígarettur/veip) eru bannaðar í skólanum og á skólalóð.

8. Öll meðferð og neysla áfengis og annarra fíkniefna er bönnuð í skólanum, á samkomum eða í ferðalögum á vegum hans.

9. Nemendum er óheimilt að neyta matar og drykkjar í kennslustundum.

10. Nemendum ber að ganga vel um mötuneyti skólans og virða reglur um góða umgengni og frágang

11. Auglýsingatöflur eru í skólanum. Þær eru ætlaðar fyrir auglýsingar um skólahald og félagslíf nemenda. Ekki má festa upp auglýsingar annars staðar í húsinu nema með sérstöku leyfi frá skrifstofu skólans.

12. Símar eiga hvorki að vera sýnilegir/né í notkun í kennslustundum nema með sérstöku leyfi kennara.

13. Nemendur leggi bílum sínum á bílastæðin við Digranesveg eða við Meltröð.

14. Nemendum er óheimilt að bera vopn í skólanum. Hvort sem um er að ræða hnífa, skotvopn, rafbyssur eða önnur þau vopn sem falla undir skilgreiningar vopnalaga. 1998 nr. 16. 

Brjóti nemandi reglur skólans fær hann viðvörun. Ítrekuð brot á skólareglum geta leitt til brottvísunar. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart svo þeir geti nýtt andmælarétt sinn, sbr. VNL-205. 

 

Meðferð ágreiningsmála

Leitast skal við að leysa ágreiningsmál innan skólans. Ágreiningsmálum sem varða einstaka nemendur og ekki leysast í samskiptum einstaklinga skal vísa til skólameistara. Við vinnslu mála skal farið eftir ákvæðum laga um framhaldsskóla, stjórnsýslulaga um andmælarétt, meðalhóf o.fl., laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga auk upplýsingalaga.

Miðað skal við að námsráðgjafar séu hafðir með í ráðum við lausn ágreiningsmála sem varða skjólstæðinga þeirra.

Við töku ákvaðana um beitingu viðurlaga skal nemandi eða forráðamaður hans ávallt upplýstir um heimildir til að kæra ákvörðun skólans til mennta- og menningarmálaráðuneytis.

5.1. Samskipti nemenda starfsfólks, hegðun nemenda og brot á skólareglum

Rísi ágreiningur milli nemenda, milli nemenda og kennara og/eða annarra starfsmanna skólans og takist hlutaðeigandi ekki að finna lausn á málinu skal því vísað til skólameistara. Hið sama gildir komi fram upplýsingar um brot á skólareglum eða almennum hátternisreglum.

Ef hegðun nemanda reynist verulaga áfátt ber að leita orsaka þess og reyna að ráða á því bót m.a. með viðtölum við nemanda og forráðamenn sé nemandi yngri en 18. ára sbr. 3. mgr. 33. gr. a, laga um framhaldsskóla.

Áður en til beitingar viðurlaga kemur skal að jafnaði veita nemendum skriflega áminningu við fyrsta brot. Heimilt er að falla frá áminningu ef brotið er þess eðlis eða svo alvarlegt (s.s. ef jafnframt er um að ræða brot á almennum hegningarlögum) að það réttlæti beitingu viðurlaga þá þegar m.a. til að tryggja öryggi eða vinnufrið í skólanum.

Áður en til áminningar eða beitingar annarra viðurlaga kemur skal skólameistari tilkynna nemanda eða forráðamanni, sé nemandi yngri en 18. ára, skriflega að til greina komi að áminna nemanda eða beita öðrum viðurlögum. Það athugast að til greina getur komið að beita áminningu og öðrum viðurlögum s.s. tímabundinni brottvísun samtímis. Skal skólameistari gera grein fyrir því hvert brot nemanda var og hvaða viðurlögum fyrirhugað er að beita (möguleg tímabundin eða ótímabundin brottvísun úr skóla). Sé um að ræða áminningu skal gera grein fyrir áhrifum hennar t.d. að annað brot geti leitt til brottvísunar úr skólanum. Veita skal hæfilega tíma til andmæla. Að fengnum andmælum eða liðnum andmælafresti skal ákvörðun skólameistara tilkynnt nemanda, forráðamönnum sé nemandi yngri en 18 ára, með skriflegum hætti og gerð grein fyrir rétti nemanda/forráðamanna til að kæra ákvörðunina til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Meðan mál er til meðferðar getur skólameistari vísað nemanda úr skóla um stundarsakir eða ótímabundið, enda tilkynni hann nemandanum eða forráðamönnum, sé hann yngri en 18 ára, tafarlaust þá ákvörðun. Ef um er að ræða brottvísun í meira en einn skóladag skal aðilum veittur frestur til að koma á framfæri andmælum áður en ákvörðun er tekin um brottvísun. Slíkur frestur getur verið mjög skammur enda kann að þurfa að taka slíka ákvörðun samdægurs. Um ákvörðun um brottvísum gilda ákvæði stjórnsýslulaga. Skólinn skal leiðbeina nemanda yngri en 18 ára, sem vísað er úr skóla ótímabundið, um mögulega endurkomu í nám óski hann þess. Að fengnum andmælum eða liðnum andmælafresti skal ákvörðun skólameistara tilkynnt nemanda, forráðamönnum sé nemandi yngri en 18 ára, með skriflegum hætti og gerð grein fyrir rétti nemanda/forráðamanna til að kæra ákvörðunina til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

5.2. Misferli í prófum

Nemandi sem staðinn er að misferli í prófi skal vísað frá prófi og getur hann átt von á brottvikningu úr skóla, tímabundið eða til frambúðar, eftir alvarleika brots sbr. verklagsreglu VKL-307 prófhald/brot á prófreglum. Sé brot metið alvarlegt fær nemandi fall í prófi og hefur fyrirgert rétti sínum til endurtökuprófs. Hið sama gildir um misferli þar sem námsmat felst í öðru en skriflegu eða munnlegu prófi. 

5.3. Ágreiningur um námsmat

Komi upp ágreiningur milli nemenda og kennara um mat úrlausnar/lokaeinkunn sem ekki tekst að leysa þeirra á milli geta nemendur snúið sér til skólameistara og óskað eftir mati sérstaks prófdómara. Þá skal kveða til óvilhallan prófdómara sem metur prófúrlausnir. Úrskurður prófdómara gildir og verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.

5.4. Brot á reglum um skólasókn

Á grundvelli reglna um skólasókn er hægt að vísa nemanda úr skóla vegna lélegrar skólasóknar og skal hann þá áður hafa fengið rafræna viðvörun úr INNU enda hafi verið ljóst að í óefni stefndi. Endanleg brottvikning er á ábyrgð aðstoðarskólameistara sem leitar umsagnar skólaráðs áður en til hennar kemur.

5.5. Ágreiningur um námsframvindu

Á grundvelli reglna um námsframvindu á einstökum námsbrautum er hægt að vísa nemanda úr skóla vegna hægrar námsframvindu. Endanleg brottvikning er á ábyrgð skólameistara sem leitar umsagnar skólaráðs skólans áður en til hennar kemur.

5.6. Meðferð undanþágubeiðna

Beiðni um undanþágu skal berast til skólameistara eða staðgengils hans. Umsókninni þarf að fylgja greinargóð lýsing á orsökum beiðni eða staðfesting utanaðkomandi fagaðila s.s. íþróttaþjálfara eða greiningaraðila. Á prófskírteini nemenda skal ávallt gerð grein fyrir undanþágum frá námsframvindu eða námsmati.

 

Prófareglur Menntaskólans í Kópavogi

1. Persónuskilríki með mynd skulu liggja á borðshorni í prófinu.

2. Nemendur skulu mæta stundvíslega til prófs.

3. Þó nemandi komi of seint til prófs verður hann að fara þegar próftíma lýkur.

4. Komi nemandi meira en 30 mínútum of seint til prófs færi hann ekki að taka prófið.

5. Nemandi verður að sitja eina klukkustund í prófi.

6. Þeir sem eru í tveimur prófum á sama tíma mega alls ekki fara út úr prófstofu án fylgdar kennara.

7. Veikindi þarf að tilkynna á skrifstofu skólans ÁÐUR en próf hefst.

8. Læknisvottorði verður að skila við upphaf sjúkraprófs. 

9. Svindl í prófi varðar brottrekstur úr skóla. 

10. Slökkt skal á farsímum í prófi og þá má ALLS EKKI taka upp eða skoða á meðan nemandi er inni í prófstofunni. 

11. Geyma skal yfirhafnir fremst í prófstofu.

12. Prófin taka eina og hálfa klukkustund en nemendur hafa heimild til þess að sitja aukalega 30 mínútur í hverju prófi.  

 

Reglur þessar voru samþykktar í 6. maí 2016

 


Uppfært mánudagur, 18 febrúar 2019 15:22

Go to top