Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Námsráðgjöf / Annað

Stuðningur á prófatíma
Námsráðgjafar aðstoða nemendur á prófatíma. Nemendur með lestrarvanda geta fengið lengri próftíma ef lestrargreining liggur fyrir. Sumir nemendur fá meiri aðstoð og fer það eftir umfangi vandans.

Prófkvíði þjakar suma nemendur. Námsráðgjafar greina prófkvíða og aðstoða nemendur sem þurfa lengri próftíma. Nemendum býðst að taka þátt í prófkvíðanámskeiði í skólanum. Skilyrði fyrir lengdum próftíma er námskeið í skólanum eða hjá öðrum ráðgjafa.

Alltaf má reikna með að einhverjir lendi í vanda á prófatíma ófyrirséð. Námsráðgjafar sinna slíkum málum.


Upphaf náms
Það er mikilvægt að skólabyrjun sé sem heillegust og nemendur læri strax í upphafi að halda utan um námið. Námsráðgjafar kynna sig fyrir nýjum nemendum og bjóða aðstoð sína. Umsjónarkennarar aðstoða nemendur og fylgjast með námsframvindu umsjónarnemenda sinna svo og mætingu og ástundun.


Áhugasviðspróf
Hægt er að taka áhugasviðspróf hjá námsráðgjafa bæði IDEAS og STRONG próf. Þau byggja á sömu kenningu um starfsmanngerðir þar sem þó er viðurkennt að engir tveir eru eins. STRONG er viðameira próf og hentar betur eldri nemendum. Nemendur borga kostnaðarverð fyrir prófin.Fundir
Foreldrafundur er haldinn í upphafi skólaárs fyrir foreldra nýnema. Þar fer fram fræðsla um áherslur í skólastarfinu og skipulag af hálfu skólans. Óskað er eftir góðu samstarfi við foreldra og er fundurinn liður í því starfi.

Uppfært sunnudagur, 14 febrúar 2016 13:15

Go to top