Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Áfangar á fyrsta þrepi

Áfangi  Viðfangsefni Undanfari H17  V18  H18 V19  H19 
 BÓKF1AA05/BÓK103  Bókfærsla   X  X  X  X
 DANS1AA05/DAN102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X  X  X  X
 ENSK1AA05/ENS102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X  X  X
 FRAN1AA05/FRA103  Franska f. grunnnot. - a    X    X    X
 FRAN1AB05/FRA203  Franska f. grunnnot. - b  FRAN1AA05/FRA103      X  
 FRAN1AC05/FRA303  Franska f. grunnnot. - c  FRAN1AB05/FRA203  X   X    X
 ÍSLE1AA05/ÍSL102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X  X  X X  X
 KYNJ1AA05  Kynjafræði    X X X X  X
 SPÆN1AA05/SPÆ103  Spænska f. grunnnot. - a    X  X  X  X X
 SPÆN1AB05/SPÆ203  Spænska f. grunnnot. - b  SPÆN1AA05/SPÆ103  X X X  X X
 SPÆN1AC05/SPÆ303  Spænska f. grunnnot. - c  SPÆN1AB05/SPÆ203  X  X X X X
 STÆR1AA05/STÆ102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X X  X  X
 STÆR1AB05/STÆ102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X  X X
 TÖLV1AA05/TÖL103  Inngangur að forritun    X  X  X
 ÞÝSK1AA05/ÞÝS103  Þýska f. grunnnot. - a    X  X  X X  X
 ÞÝSK1AB05/ÞÝS203  Þýska f. grunnnot. - b  ÞÝSK1AA05/ÞÝS103  X  X  X X  X
 ÞÝSK1AC05/ÞÝS303  Þýska f. grunnnot. - c  ÞÝSK1AB05/ÞÝS203  X  X  X X  X

 

 Áfangi  Áfangalýsing
 BÓKF1AA05/BÓK103  Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um bókhaldshringrásina og helstu reglur tvíhliða bókhalds. Fjallað er um grundvallarhugtökin eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að annast almennar færslur í dagbók, hafi skilning á uppgjöri og geti sett fram efnahags- og rekstrarreikning. Nemendum er veitt innsýn í notkun flestra reikninga sem telja má til grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi. Nemendum er gerð grein fyrir tilgangi bókhalds og kynnt eru helstu lög um bókhald og virðisaukaskatt.
 DANS1AA05/DAN102,202,103  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Nemendur kynnist frekar danskri menningu með því að lesa fréttir og greinar á netinu og fylgjast með málefnum líðandi stundar í Danmörku. Jafnframt er lögð áhersla á aukinn orðaforða og lesskilning svo þeir geti beitt ólíkum lestraraðferðum og tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Nemendur geri sér einnig ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 ENSK1AA05/ENS102,202,103  Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði í ensku rifjuð upp til að nemandi geti tekist á við nám í faginu á framhaldsskólastigi. Unnið með markvissar málfræði- og orðaforðaæfingar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta bæði bókmenntatexta og texta almenns eðlis. Skilningur á töluðu máli er þjálfaður með hlustun á rauntexta. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig með viðeigandi orðalagi um almenn efni á ensku. Ritun er þjálfuð með fjölbreyttum æfingum þar sem áhersla er lögð á að skrifa texta á skipulagðan hátt og skipta í efnisgreinar.
 FRAN1AA05/FRA103  Í þessum byrjunaráfanga í frönsku tileinka nemendur sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur eru þjálfaðir jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptun, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á framburð, orðaforða og grunnbyggingu frönskunnar ásamt því að kynnast franskri menningu og menningu annarra frönskumælandi landa. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám og að nemendur fylgist stöðugt með námi sínu og framförum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna. Leitast er við að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við ýmsar einfaldar aðstæður í daglega lífinu, eins og almennar kveðjur, kynningu á sjálfum sér og öðrum, þúun og þérun, fjölskyldu, tómstundir og áhugamál.
 FRAN1AB05/FRA203  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er áfram með undirstöðuatriði tungumálsins. Haldið er áfram að þjálfa nemendur jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptum, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er áfram á framburð, aukningu orðaforða og unnið er með aðeins flóknari formgerð frönskunnar. Nemendur kynnast enn betur franskri menningu og menningu annarra frönskumælandi landa. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, meira frumkvæði nemenda og að þeir fylgist í sífellu með framvindu náms síns og framförum í námi samræmi við evrópska tungumálamöppu. Áhersla er á að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við ýmsar algengar aðstæður í daglega lífinu.
 FRAN1AC05/FRA303  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er áfram með undirstöðuatriði tungumálsins. Haldið er áfram að þjálfa nemendur jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptum, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er áfram á framburð, aukningu orðaforða og unnið er með flóknari formgerð frönskunnar. Nemendur kynnast enn frekar franskri menningu og menningu annarra frönskumælandi landa. Aukin áhersla er á einstaklingsmiðað nám, meira frumkvæði nemenda og að þeir fylgist í sífellu með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópsku tungumálamöppunni. Áhersla er á að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við margvíslegar aðstæður í dagleg lífi og geti aflað sér upplýsinga á sjálfstæðan hátt í gegnum helstu upplýsingaveitur.
 ÍSLE1AA05/ÍSL102,202,103  
 KYNJ1AA05 Markmið áfangans er kynja- og jafnréttisfræðsla. Í áfanganum er fjallað um kyn og kyngervi í öllum sínum fjölbreytilegu myndum. Hugtökin: kyn, kyngervi, kynvitund og kynhneigð eru lögð til grundvallar. Horft er á okkar kynskipta heim og áhrif kyns á líf okkar rannsökuð. Meðal efnisþátta eru: kynjakerfið, staðalímyndir, eðlishyggja, mótunarhyggja, karlmennska og kvenska. Fjallað er um fjölmiðla og hlut þeirra í mótun staðalímynda og viðhaldi kynjakerfisins. Saga kvennabaráttunnar er reifuð. Fjallað er um vald og kynbundið ofbeldi. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til vitundar um það að jafnrétti kynja er ekki náð og að það næst ekki án baráttu. Lögð er áhersla á þátttöku nemenda, umræður og skoðanaskipti á jafnréttisgrunni. Atburðum líðandi stundar er skotið inn í áfangann eftir því sem tilefni gefst til.

 

 SPÆN1AA05/SPÆ103  Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, framsögn, hlustun og ritun í samræmi við Evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 SPÆN1AB05/SPÆ203  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Flétt er inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti spænskumælandi landa. Áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópska tungumálamöppu. Nemendur eru þjálfaðir í notkun spænskrar orðabókar.
 SPÆN1AC05/SPÆ303  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Unnið er að færni í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Í áfanganum er lögð áhersla á færni um að skilja allt talað og ritað mál almenns eðlis og kynnast spænskri menningu. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og lesskilning og verða textar smám saman lengri og þyngri. Orðaforði eykst og lokið verður við umfjöllun um öll helstu grundvallaratriði málfræðinnar svo að nemendur geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 STÓJ1AA05/VIÐ103  Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun s.s stjórnskipulag og fyrirtækjabrag, boðleiðir, stjórnunarkenningar, stjórnunarstíla, hópa og hópavinnu, starfshvata, verkstjórn, valdaframsal og fyrirtækjalýðræði, upplýsingar og upplýsingamiðlun, starfsmannastjórnun, starfsmannastefnu, starfsmannaáætlanir, móttöku nýliða, uppbyggingu viðtala, starfsþjálfun og ýmis stjórntæki kynnt. Þá er farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði og stefnumótun. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Nemendum er kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Viðfangsefni áfangans miða meðal annars að því að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi.
 STÆR1AA05/STÆ102,202,103  Grunnáfanga í stærðfræði er ætlað að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám á 2. þrepi. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð og námkvæmni í framsetningu og lausnum verkefna. Helstu efnisþættir eru: tölur og talnareikningur, stæður og jöfnur, hlutföll og prósentur og rúmfræði. Við lok áfanga á nemandi að hafa öðlast færni í að vinna með ofangreinda efnisþætti og kunna að beita vasareikni og tölvu við úrlausn þeirra.
 STÆR1AB05/STÆ102,202,103  Grunnáfanga í stærðfræði er ætlað að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám á 2. þrepi. Áhersla er lögð á á vönduð vinnubrögð og námkvæmni í framsetningu og lausnum verkefna. Helstu efnisþættir eru: talnareikningur, bókstafareikningur, jöfnum og veldi og rætur. Við lok áfanga ætti nemandi að hafa öðlast færni í að vinna með ofangreinda efnisþætti og kunna að beita vasareikni og tölvu við úrlausn þeirra.
 TÖLV1AA05/TÖL103  Farið er yfir sögu forritunar, uppbyggingu tölvu og helstu stýrikerfi. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og lausnir einfaldra forritunarverkefna. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda.
ÞÝSK1AA05/ÞÝS103   Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, framsögn, hlustun og ritun í samræmi við Evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu þýskumælandi landa. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 ÞÝSK1AB05/ÞÝS203  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Flétt er inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti þýskumælandi landa. Áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópska tungumálamöppu. Nemendur eru þjálfaðir í notkun þýsk-þýskrar orðabókar.
 ÞÝSK1AC05/ÞÝS303  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Unnið er að færni í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Í áfanganum er lögð áhersla á færni um að skilja allt talað og ritað mál almenns eðlis og kynnast þýskri menningu. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og lesskilning og verða textar smám saman lengri og þyngri. Orðaforði eykst og lokið verður við umfjöllun um öll helstu grundvallaratriði málfræðinnar svo að nemendur geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.

Uppfært miðvikudagur, 30 maí 2018 23:01

Go to top