Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaUm námiðAllir áfangarÁfangar eftir þrepum

Áfangar á fjórða þrepi

Áfangi  Viðfangsefni Undanfari H17  V18  H18 V19  H19 
 STÆR4DA05/STÆ533   Línuleg algebra og fylki  STÆR3CC05   X   X
 STÆR4DB05/STÆ703  Stærðfræðigreining  STÆR3CC05    X    X  

 

 Áfangi  Áfangalýsing
 STÆR4DA05/STÆ533  Í áfanganum eru helstu efnisþættir fylki, fylkjareikningar og hagnýting fylkja. Línuleg jöfnuhneppi, línuleg algebra, ójöfnuhneppi
og línuleg bestun.
 STÆR4DB05/STÆ703  Efni áfangans er stærðfræðigreining þ.e. tvinntölur, deildun, heildun og deildajöfnur af öðru stigi. Jafnframt er farið í lengd ferils og yfirborðsflatarmál. Lögð er áhersla á raunhæf verkefni og skoðaðar andhverfur hornafalla. Við lausn verkefna eru notaðir vasareiknar og tölvuforrit.

Uppfært miðvikudagur, 30 maí 2018 22:59

Áfangar á fyrsta þrepi

Áfangi  Viðfangsefni Undanfari H17  V18  H18 V19  H19 
 BÓKF1AA05/BÓK103  Bókfærsla   X  X  X  X
 DANS1AA05/DAN102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X  X  X  X
 ENSK1AA05/ENS102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X  X  X
 FRAN1AA05/FRA103  Franska f. grunnnot. - a    X    X    X
 FRAN1AB05/FRA203  Franska f. grunnnot. - b  FRAN1AA05/FRA103      X  
 FRAN1AC05/FRA303  Franska f. grunnnot. - c  FRAN1AB05/FRA203  X   X    X
 ÍSLE1AA05/ÍSL102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X  X  X X  X
 KYNJ1AA05  Kynjafræði    X X X X  X
 SPÆN1AA05/SPÆ103  Spænska f. grunnnot. - a    X  X  X  X X
 SPÆN1AB05/SPÆ203  Spænska f. grunnnot. - b  SPÆN1AA05/SPÆ103  X X X  X X
 SPÆN1AC05/SPÆ303  Spænska f. grunnnot. - c  SPÆN1AB05/SPÆ203  X  X X X X
 STÆR1AA05/STÆ102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X X  X  X
 STÆR1AB05/STÆ102,202,103  Grunnur - grunnskóli    X  X X
 TÖLV1AA05/TÖL103  Inngangur að forritun    X  X  X
 ÞÝSK1AA05/ÞÝS103  Þýska f. grunnnot. - a    X  X  X X  X
 ÞÝSK1AB05/ÞÝS203  Þýska f. grunnnot. - b  ÞÝSK1AA05/ÞÝS103  X  X  X X  X
 ÞÝSK1AC05/ÞÝS303  Þýska f. grunnnot. - c  ÞÝSK1AB05/ÞÝS203  X  X  X X  X

 

 Áfangi  Áfangalýsing
 BÓKF1AA05/BÓK103  Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um bókhaldshringrásina og helstu reglur tvíhliða bókhalds. Fjallað er um grundvallarhugtökin eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að annast almennar færslur í dagbók, hafi skilning á uppgjöri og geti sett fram efnahags- og rekstrarreikning. Nemendum er veitt innsýn í notkun flestra reikninga sem telja má til grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi. Nemendum er gerð grein fyrir tilgangi bókhalds og kynnt eru helstu lög um bókhald og virðisaukaskatt.
 DANS1AA05/DAN102,202,103  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Nemendur kynnist frekar danskri menningu með því að lesa fréttir og greinar á netinu og fylgjast með málefnum líðandi stundar í Danmörku. Jafnframt er lögð áhersla á aukinn orðaforða og lesskilning svo þeir geti beitt ólíkum lestraraðferðum og tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Nemendur geri sér einnig ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 ENSK1AA05/ENS102,202,103  Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði í ensku rifjuð upp til að nemandi geti tekist á við nám í faginu á framhaldsskólastigi. Unnið með markvissar málfræði- og orðaforðaæfingar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta bæði bókmenntatexta og texta almenns eðlis. Skilningur á töluðu máli er þjálfaður með hlustun á rauntexta. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig með viðeigandi orðalagi um almenn efni á ensku. Ritun er þjálfuð með fjölbreyttum æfingum þar sem áhersla er lögð á að skrifa texta á skipulagðan hátt og skipta í efnisgreinar.
 FRAN1AA05/FRA103  Í þessum byrjunaráfanga í frönsku tileinka nemendur sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur eru þjálfaðir jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptun, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á framburð, orðaforða og grunnbyggingu frönskunnar ásamt því að kynnast franskri menningu og menningu annarra frönskumælandi landa. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám og að nemendur fylgist stöðugt með námi sínu og framförum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna. Leitast er við að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við ýmsar einfaldar aðstæður í daglega lífinu, eins og almennar kveðjur, kynningu á sjálfum sér og öðrum, þúun og þérun, fjölskyldu, tómstundir og áhugamál.
 FRAN1AB05/FRA203  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er áfram með undirstöðuatriði tungumálsins. Haldið er áfram að þjálfa nemendur jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptum, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er áfram á framburð, aukningu orðaforða og unnið er með aðeins flóknari formgerð frönskunnar. Nemendur kynnast enn betur franskri menningu og menningu annarra frönskumælandi landa. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, meira frumkvæði nemenda og að þeir fylgist í sífellu með framvindu náms síns og framförum í námi samræmi við evrópska tungumálamöppu. Áhersla er á að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við ýmsar algengar aðstæður í daglega lífinu.
 FRAN1AC05/FRA303  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er áfram með undirstöðuatriði tungumálsins. Haldið er áfram að þjálfa nemendur jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptum, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er áfram á framburð, aukningu orðaforða og unnið er með flóknari formgerð frönskunnar. Nemendur kynnast enn frekar franskri menningu og menningu annarra frönskumælandi landa. Aukin áhersla er á einstaklingsmiðað nám, meira frumkvæði nemenda og að þeir fylgist í sífellu með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópsku tungumálamöppunni. Áhersla er á að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við margvíslegar aðstæður í dagleg lífi og geti aflað sér upplýsinga á sjálfstæðan hátt í gegnum helstu upplýsingaveitur.
 ÍSLE1AA05/ÍSL102,202,103  
 KYNJ1AA05 Markmið áfangans er kynja- og jafnréttisfræðsla. Í áfanganum er fjallað um kyn og kyngervi í öllum sínum fjölbreytilegu myndum. Hugtökin: kyn, kyngervi, kynvitund og kynhneigð eru lögð til grundvallar. Horft er á okkar kynskipta heim og áhrif kyns á líf okkar rannsökuð. Meðal efnisþátta eru: kynjakerfið, staðalímyndir, eðlishyggja, mótunarhyggja, karlmennska og kvenska. Fjallað er um fjölmiðla og hlut þeirra í mótun staðalímynda og viðhaldi kynjakerfisins. Saga kvennabaráttunnar er reifuð. Fjallað er um vald og kynbundið ofbeldi. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til vitundar um það að jafnrétti kynja er ekki náð og að það næst ekki án baráttu. Lögð er áhersla á þátttöku nemenda, umræður og skoðanaskipti á jafnréttisgrunni. Atburðum líðandi stundar er skotið inn í áfangann eftir því sem tilefni gefst til.

 

 SPÆN1AA05/SPÆ103  Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, framsögn, hlustun og ritun í samræmi við Evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 SPÆN1AB05/SPÆ203  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Flétt er inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti spænskumælandi landa. Áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópska tungumálamöppu. Nemendur eru þjálfaðir í notkun spænskrar orðabókar.
 SPÆN1AC05/SPÆ303  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Unnið er að færni í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Í áfanganum er lögð áhersla á færni um að skilja allt talað og ritað mál almenns eðlis og kynnast spænskri menningu. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og lesskilning og verða textar smám saman lengri og þyngri. Orðaforði eykst og lokið verður við umfjöllun um öll helstu grundvallaratriði málfræðinnar svo að nemendur geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 STÓJ1AA05/VIÐ103  Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun s.s stjórnskipulag og fyrirtækjabrag, boðleiðir, stjórnunarkenningar, stjórnunarstíla, hópa og hópavinnu, starfshvata, verkstjórn, valdaframsal og fyrirtækjalýðræði, upplýsingar og upplýsingamiðlun, starfsmannastjórnun, starfsmannastefnu, starfsmannaáætlanir, móttöku nýliða, uppbyggingu viðtala, starfsþjálfun og ýmis stjórntæki kynnt. Þá er farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði og stefnumótun. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Nemendum er kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Viðfangsefni áfangans miða meðal annars að því að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi.
 STÆR1AA05/STÆ102,202,103  Grunnáfanga í stærðfræði er ætlað að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám á 2. þrepi. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð og námkvæmni í framsetningu og lausnum verkefna. Helstu efnisþættir eru: tölur og talnareikningur, stæður og jöfnur, hlutföll og prósentur og rúmfræði. Við lok áfanga á nemandi að hafa öðlast færni í að vinna með ofangreinda efnisþætti og kunna að beita vasareikni og tölvu við úrlausn þeirra.
 STÆR1AB05/STÆ102,202,103  Grunnáfanga í stærðfræði er ætlað að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám á 2. þrepi. Áhersla er lögð á á vönduð vinnubrögð og námkvæmni í framsetningu og lausnum verkefna. Helstu efnisþættir eru: talnareikningur, bókstafareikningur, jöfnum og veldi og rætur. Við lok áfanga ætti nemandi að hafa öðlast færni í að vinna með ofangreinda efnisþætti og kunna að beita vasareikni og tölvu við úrlausn þeirra.
 TÖLV1AA05/TÖL103  Farið er yfir sögu forritunar, uppbyggingu tölvu og helstu stýrikerfi. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og lausnir einfaldra forritunarverkefna. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda.
ÞÝSK1AA05/ÞÝS103   Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, framsögn, hlustun og ritun í samræmi við Evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu þýskumælandi landa. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 ÞÝSK1AB05/ÞÝS203  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Flétt er inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti þýskumælandi landa. Áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópska tungumálamöppu. Nemendur eru þjálfaðir í notkun þýsk-þýskrar orðabókar.
 ÞÝSK1AC05/ÞÝS303  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Unnið er að færni í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Í áfanganum er lögð áhersla á færni um að skilja allt talað og ritað mál almenns eðlis og kynnast þýskri menningu. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og lesskilning og verða textar smám saman lengri og þyngri. Orðaforði eykst og lokið verður við umfjöllun um öll helstu grundvallaratriði málfræðinnar svo að nemendur geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.

Uppfært miðvikudagur, 30 maí 2018 23:01

Áfangar á þriðja þrepi

Áfangi  Viðfangsefni Undanfari H17  V18  H18 V19  H19 
 DANS3CA05/DAN403  Danska fyrir sjálfstæðan notanda. - d  DANS2BB05/DAN303   X   X  
 DANS3CB05      Danska fyrir færan notanda. - a            
 DANS3CC05      Danska fyrir færan notanda. - b            
 EÐLI3CA05/EÐL103  Snúningur, geislun og mannslíkaminn (undirbúningur fyrir heilbr)  EÐLI2BA05    X    
 EÐLI3CB05/EÐL303 Nútímaeðlisfræði (undirbúningur fyrir verk- og raungreinar)  EÐLI2BA05    X  
 EFNA3CA05/EFN303  Almenn efnafræði frh. III  EFNA2BB05  X X   X  
 EFNA3CB05  Lífefnafræði  EFNA2BB05   X   X  
 EFNA3CC05/EFN313  Lífræn efnafræði  EFNA2BB05 X   X   X
 ENSK3CA05/ENS403  Enska fyrir færan notanda C1  ENSK2BB05/ENS303 X X X X X
 ENSK3CB05/ENS503  Enska fyrir færan notanda C1 ii  ENSK3CA05/ENS403 X X X X X
 ENSK3CC05  Enska fyrir færan notanda C1 ii            
 EVRÓ3CA05  Evrópa, menning og listir      
 FERÐ3CA05  Ferðamálafræði II     X   X  
 FJÁF3CA05/VIÐ123 Fjármál   X X X X X
 FRUM3CA05/VIÐ133  Frumkvöðlafræði     X   X  
 ÍSLE3CA05/ÍSL303 og 403  Bókmenntir, jafnrétti og sköpun  ÍSLE2BB05/ÍSL303 X X X X X
 ÍSLE3CB05/ÍSL403 og 503  Bókmenntir að fornu og nýju  ÍSLE3CA05/ÍSL403 X X X X X
 ÍSLE3CC05  Íslenskar barnabókmenntir  ÍSLE2BB05     X
 ÍSLE3CE05 Skapandi greinar og íslensk menning  ÍSLE2BB05  X      X
 JARÐ3CA05/JAR103  Jarðfræði Íslands  JARÐ2BA05/NÁT113 X X X X X
 JARÐ3CB05/JAR203  Jarðsaga  JARÐ2BB05/JAR103   X   X  
 LÍFF3CA05/LÍF203  Erfðafræði  LÍFF2BB05   X   X  
 LÍFF3CB05 Lífeðlisfræði (undirb. f. heilbrigðisgr.)   LÍFF2BA05 X   X   X
 LÍFF3CC05  Lífeðlis- og líffærafræði
(undirb. f. heilbrigðisgr.)
 LÍFF2BB05   X   X  
 LÍFF3CD05/LÍF113 Vistfræði   LÍFF2BB05 X   X   X
 MANN3CA05/FÉL323  Mannfræði  FÉLA2BA05/FÉL103 X   X   X
 MARR3CA05  Markaðsrannsóknir  MARK2BA05      X  
 RANN3CA05/FÉL403  Aðferðafræði  FÉLA2BB05/FÉL203 X X X X X
 REIK3CA05/BÓK303  Reikningshald   X X X X X
 SAGA3CA05/SAG303  Menningarsaga   X X X
 SAGA3CB05/SAG313  Tuttugasta öldin   X X   X  
 SAGA3CC05/SAG503  Listasaga   X X X   X
 SAGA3CD05  Saga og kvikmyndir            
 SÁLF3CA05/SÁL303  Afbrigðasálfræði  SÁLF2BA05/SÁL103 X X X   X
 SÁLF3CB05/SÁL323 Jákvæð sálfræði  SÁLF2BA05/SÁL103   X   X  
 STÆR3CA05/STÆ413 Ályktunartölfræði og líkindareikningur  STÆR2BB05 X   X   X
 STÆR3CB05/STÆ403 Föll, deildun og markgildi  STÆR2BD05/STÆ303 X X X X X
 STÆR3CC05/STÆ503 og 603  Deildarjöfnur, flóknari heildun, tvinntölur  STÆR3CB05 X X X X X
 STÆR3CD05/STÆ503 og 513 Talningafræði, runur og raðir   STÆR2BD05 X X X X X
 STÆR3CE05/STÆ523  Vigrar í tví- og þrívíð, keilusnið  STÆR2BD05   X   X  
 TÖLV3CA05/TÖL303  Verkefnaáfangi í forritun  TÖLV2BA05/TÖLV2BB05 X X X X X
 ÞJÓÐ3CA05  Hagstjórn  ÞJÓÐ2BA05 X   X   X

 

 

Áfangi Áfangalýsingar
 EÐLI3CA05/EÐL103

Nútímaeðlisfræði. Þungamiðja áfangans er sú eðlisfræði sem þróaðist aðallega á 20. öldinni og fram til dagsins í dag. Fjallað er um takmörkuðu afstæðiskenninguna, grunnsetningar hennar og þau áhrif sem hún hefur á skilning manna á hugtökunum tími, lengd og massi. Nemendur kynnast einföldum reikningum í tengslum við efnið. Þróun kenninga um gerð atómsins er kynnt, upphaf skammtafræði og hugmyndir manna um öreindir og kvarka. Einnig munu nemendur nota netið til að afla sér upplýsinga um ýmsar nýjungar og rannsóknir í eðlisfræði. Kynna sér rannsóknarstofnanir eins og CERN, NASA og kennsluvefi í eðlisfræði. Jafnframt verður farið dýpra og stærðfræðilegar í valda efnisþætti úr ýmsum þáttum eðlisfræðinnar. 

 EÐLI3CB05/EÐL303

 Snúningur, geislun og mannslíkaminn. Í áfanganum er fjallað um hreyfi- og kraftafræði raunhluta. Ný hugtök og varðveislulögmál sem tengjast snúningshreyfingu eru kynnt til sögunnar og unnið með þau. Atómlíkanið er kynnt út frá hugmyndum eðlisfræðinnar. Tvíeðli ljóssins og ljóseindakenning Einsteins. Geislavirkni og kjarnahvörf. Líffræðileg áhrif geislunar. Kjarnorka og hagnýting hennar.

 EFNA3CA05/EFN303  Almenn efnafræði – framhald. Framhaldsáfangi í almennri efnafræði þar sem farið er ítarlega í sýrur og basa, oxun- og afoxun, rafefnafræði og jónunarorku.
 EFNA3CB05  Lífefnafræði. Grunnáfangi í lífefnafræði þar sem farið er í byggingu og hlutverk sykra, lípíða, próteina og kjarnsýra, ensím og ensímvirkni. Helstu efnaferli við nýmyndun og sundrun lífefna og orkuvinnslu frumunnar. 
 EFNA3CC05/EFN313  Lífræn efnafræði. Grunnáfangi í lífrænni efnafræði. Farið er í helstu efnaflokka, virka hópa þeirra og nafnakerfi, myndunarhvörf og helstu grunnflokka lífrænna hvarfa.
 ENSK3CA05/ENS403  Unnið með fjölbreytilegt lestrarefni, t.d. bókmenntaverk, tímarit og dagblöð. Unnið markvisst með almennan og sérhæfðan orðaforða. Áhersla á að auka skilning á bókmenntaverkum. Sérstök áhersla á skipulega framsetningu hugmynda í rituðu og töluðu máli. Aukin áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda.
 ENSK3CB05/ENS503  Sérstök áhersla er lögð á ritun og mismunandi stílbrigði ritmáls. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist aukinn orðaforða með lestri blaðagreina um málefni líðandi stundar svo og texta af vísindalegu tagi. Lesin eru lengri og meira krefjandi bókmenntaverk en áður. Hæfni nemenda til þess að tjá sig með flóknari orðaforða þjálfuð. 
 EVRÓ3CA05  Markmið áfangans er að nemendur öðlist góða þekkingu á fjölbreyttum siðum og venjum í löndum Evrópu og stofnunum sem marka samvinnu evrópskra landa. Sjónum er beint að matarmenningu, listum og íþróttum og helstu stofnunum Evrópu sem Ísland er í samstarfi við. Skoðuð eru helstu tungumálasvæði í Evrópu. Nemendur kynna sér samspil tungumáls og menningar og skoði mismunandi hefðir og menningarmun á evrópska tungumálasvæðinu. Stefnt er að nemendur heimsæki helstu stofnanir innanlands eða erlendis.
 FERÐ3CA05  
 FJÁF3CA05/VIÐ123  Fjallað er um fjármál einstaklinga og fyrirtækja og helstu hugtök á sviði fjármála almennt s.s. sparnað, fjárhagsáætlanir, greiðsluflæði, núvirði og framtíðarvirði, nafnexti og raunvexti, verðtryggingu, ávöxtunarkröfu, skuldabréf, hlutabréf, vístölur, gengi, áhættu fjárfestinga, ávöxtunarkröfu, kostnaðarhugtök, næmisgreiningu og arðsemi. Þá eru helstu kennitölur í rekstri fyrirtækja kynntar. Áhersla er lögð á þjálfun í útreikningum þar sem telja má að kunnáttan hafi hagnýtt gildi. Fjallað er um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa og meginatriði er varða mat á margvíslegum fjárfestingarkostum. Notast er við töflureikni (excel) við lausn verkefna.
 FRUM3CA05/VIÐ133  Nemendur stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á þeirra eigin viðskiptahugmynd. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og að hópurinn framkvæmi greiningarvinnu og útbúi viðskiptaáætlun til að skera úr um hvort viðskiptahugmynd hópsins er raunhæf.  Nemendur koma sér saman um eina hugmynd (vöru eða þjónustu) og þurfa að fjármagna hana með hlutabréfaátgáfu, markaðssetja, framleiða og selja vöruna eða veita þjónustu.  Nemendur taka þátt í vörumessu utan skólans, einu sinni á önninni, þar sem þeir kynna og selja afurð sína. Við lok áfangans er fyrirtækinu síðan lokað og gert upp.
 JARÐ3CA05/JAR103  Jarðfræði Íslands. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist dýpri skilning á jarðfræði Íslands, sérstaklega hvað varðar eldvirkni landsins, bergtegundir, jökla og jarðskorpuhreyfingar. Lagt er upp úr því að nemendur setji þekkingu sína í samhengi við eldvirkni og flekarek á heimsvísu. Þá kynnast nemendur meðhöndlun jarðskjálftagagna, greina bergtegundir og fá þjálfun í notkun jarðfræðikorta. 
 JARÐ3CB05/JAR203  Jarðsaga. Í áfanganum kynnast nemendur sögu jarðar, þróun lífríkis og breytingum á landaskipan í tímans rás. Sérstök áhersla er lögð á myndunar- og mótunarsögu Íslands. Sjálfstæð vinnubrögð nemenda endurspeglast í verkefnavinnu þeirra.
 LÍFF3CA05/LÍF203  Erfðafræði. Í áfanganum er fjallað um grundavallarhugtök og lykilatriði erfðafræðinnar, auk þess sem komið er inn á sögu erfðafræðinnar og stöðu hennar innan náttúruvísinda. Umfjöllunaratriði áfangans eru m.a. kjarnsýrur, litningar, gen, frumuskiptingar, afritun, umritun, próteinmyndun, kynfrumumyndun, æviskeið frumu, arfmynstur, ættartöflur og kynákvörðun. Uppbygging og starfsemi litninga er skoðuð og hlutverk þeirra. Breytingum erfðaefnis, genastökkbreytingum og litningabreytingum er lýst. Grunnatriðum stofnerfðafræðinnar eru gerð skil þar sem fjallað er um tíðni og jafnvægi gena í ólíkum stofnum lífvera og hugsanlegar orsakir tíðnibreytinga. Helstu aðferðir sem beitt er innan erfðarannsókna eru kynntar ásamt nýjustu rannsóknaaðferðum í erfða- og líftækni. Fjallað er um arfgenga sjúkdóma, erfðabreyttar lífverur og nýjustu hugmyndir í genalækningum.
 LÍFF3CB05 Lífeðlisfræði. Í áfanganum eru teknir fyrir þættir er varða uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans. Fjallað er um blóðrásarkerfið, vessa- og ónæmiskerfið, innkirtlakerfið, meltingarkerfið, öndunarkerfið og þveitiskerfið. Einnig er fjallað um hvernig starfsemi líffærakerfanna tengist innbyrðis og viðheldur innri stöðugleika líkamans. Heilbrigð starfsemi líkamans er rædd, en einnig algengustu frávik. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist líffærum dýra af eigin raun með krufningum, skoðun líffæra/líkana og vefjasýna.
 LÍFF3CC05 Lífeðlis- og líffærafræði. Í áfanganum eru teknir fyrir þættir er varða uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans. Fjallað er um taugakerfið, stoðkerfið, vöðvakerfið, skynjun, æxlun og þroska. Skoðað er samspil líffærakerfanna og hvernig líkaminn viðheldur innri stöðugleika. Heilbrigð starfsemi líkamans er rædd og algengustu frávik. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist líffærum dýra/manna af eigin raun með krufningum, skoðun líffæra/líkana og vefjasýna. Einnig verður farið í áhrif þjálfunar á mannslíkamann. 
 LÍFF3CD05/LÍF113  Vistfræði. Í áfanganum er fjallað um grunnhugtök vistfræðinnar og helstu viðfangsefni. Umfjöllunin er dýpri og tekur til fleiri hugtaka en í seinni grunnáfanga líffræðinnar. Rannsóknaraðferðir í vistfræði eru kynntar. Íslensk vistkerfi eru sérstaklega tekin til umfjöllunar. Nýting manna á vistkerfum í mankynssögunni og nútímanum og afleiðingar þeirrar nýtingar eru rakin. Framtíðarhorfur og mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum eru kynntar. 
 MANN3CA05/FÉL323  Í mannfræði er manneskjan rannsökuð sem bæði dýrategund og félagslegt fyrirbæri. Í þessum áfanga er fjallað um ýmsar ólíkar nálganir mannfræðinnar að viðfangsefni sínu, manninum. Mannfræði er oft skipt upp í fjóra flokka; félagslega eða menningarmannfræði, líffræðilega mannfræði, málvísindalega mannfræði og fornleifafræði. Aðal áherslan verður lögð á félagslega mannfræði en nemendur fá einnig nokkra innsýn í nálgun líffræðilegrar mannfræði, til dæmis fornmannfræði og réttarmannfræði. Kynnt verða helstu umfjöllunarefni mannfræðinga og meginrannsóknaraðferð mannfræðinga, þátttökuathugun, verður skoðuð. Nemendur munu kynnast mismunandi menningarheimum og eiga að geta tileinkað sér afstæðishyggju sem hluta af aðferðafræði fagsins. Meðal þess sem tekið verður fyrir er fjölbreytileiki í fjölskylduformum, kynhlutverkum, trúarhugmyndum, hagkerfum, stríðsrekstri og friðarferlum. Heildræn sýn mannfræðinnar í rannsóknum á grunnstoðum ólíkra samfélaga er höfð í forgrunni sem og mikilvægi mannfræðinnar í hnattrænu samfélagi nútímans.
 MARR3CA05  Áfanginn miðar að því að nemendur geti unnið sjálfstætt að ítarlegum markaðsrannsóknum með bæði eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Farið er í gegnum markaðsrannsóknarferlið allt frá gagnasöfnun til lokaskýrslu.  Nemendur læra að setja fram rannsóknarspurningar og þekkja helstu mælikvarða sem notaðir eru við gerð spurningarlista. Læri að safna gögnum, greina þau og vinna úr þeim. Gera rannsóknaráætlun, þekkja helstu úrtaksaðferðir og geti lagt mat á áræðanleika niðurstaðna. Áhersla verður lögð á vandaða skýrslugerð og að nemendur geti kynnt niðurstöður sínar og rökstutt þær.

 

 RANN3CA05/FÉL403  Fjallað verður um helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda og rætt um kosti þeirra og galla. Kenningarfræðilegur bakgrunnur ýmissa rannsóknaraðferða verður skoðaður ásamt því hvernig ólíkar aðferðir tengjast mismunandi sjónarmiðum innan félagsvísinda. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir og fá nemendur að kynnast þessum ólíku rannsóknarhefðum með því að beita þeim sjálfir á rannsóknarefni að eigin vali. Mikilvægt er að nemandinn læri að lesa úr niðurstöðum rannsókna og tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð með því að skapa sínar eigin rannsóknir. Rætt verður um aðferðafræðileg og siðferðileg vandamál tengd rannsóknum og sú umræða tengd gagnrýninni umfjöllun um niðurstöður rannsókna. Rannsóknarferlinu er lýst og fjallað um úrvinnslu, greiningu og kynningu gagna. Meginmarkmið áfangans er að nemandinn öðlist meiri skilning, þekkingu og áhuga á rannsóknaraðferðum og kenningum til þess að hann verði fær um að meta, taka afstöðu til og fjalla um rannsóknir félagsvísindamanna á gagnrýninn hátt og beiti þeim í nokkrum mæli.
 REIK3CA05/BÓK303  Meginhluti áfangans felst í gerð og greiningu ársreikninga. Farið er í lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Áhersla er lögð á uppsetningu rekstrar- og efnahagsreiknings í samræmi við lög um ársreikninga. Farið er í gerð fjárstreymisyfirlita, sjóðstreymis og fjármagnsstreymis. Ársreikningar eru túlkaðir með kennitölum. Nemendum er kynntur mismunur á uppgjöri samkvæmt góðri reikningsskilavenju og uppgjöri samkvæmt skattalögum. Fengist er við áætlanagerð og frávikagreiningu. Æskilegt er að nemendur noti töflureikni við lausn verkefna.
 SÁLF3CA05/SÁL303  Í áfanganum er fjallað um einkenni og mögulegar afleiðingar streitu og kreppu (þroskafræðilegar og sálfræðilegar kreppur). Farið er í geðraskanir út frá DSM-V flokkunarkerfinu. Helstu einkenni, tíðni, orsakir og mögulegar meðferðarleiðir kynntar. Markmið umfjöllunar og verkefnavinnu áfangans er að auka þekkingu, skilning, virðingu og umburðarlyndi gagnvart einstaklingum með geðraskanir.
 SÁLF3CB05/SÁL323  Jákvæð sálfræði.
 STÆR3CB05/STÆ403  Í áfanganum er fjallað um markgildi, deildun og heildun. Hagnýt verkefni leyst með deildareikningi og snertlar fundnir. Áhersla er lögð á að nemendur teikni ferla og fái góða innsýn í deilda- og heildareikning og geti rökstutt helstu reglur þar að lútandi.
 STÆR3CC05/STÆ503 og 603 Efni áfangans er heildun og deildajöfnur. Nemendur læra ýmsar aðferðir og reglur við að reikna heildi, flatarmál og rúmmál. Nemendur læra að leysa deildajöfnur og setja upp líkön. Einnig unnið með einfaldar runur og raðir.  
 STÆR3CD05/STÆ503 og 513  Efnissvið áfangans eru heilar tölur og deilanleiki þeirra. Talnaritun, tuga-, tvíunda- og sextándakerfi, leifaflokkar og deilanleiki, dulkóðun, ræðar tölur og óræðar. Einnig einföld netafræði og flóknari talningafræði, rökaðgerðir og afleiðslukerfi og vensl. Áfanginn er góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í tölvunarfræði í háskóla.
 STÆR3CE05/STÆ523  Meginefni áfangans eru skilgreiningar og reiknireglur á vigrum í sléttu og á hnitaformi, vigrar í þrívídd og hnit þeirra. Einnig er fjallað um sögulega þætti flatarmyndafræði og sannanir á nokkrum völdum reglum, stikaform sléttu, línu og ferla. Fjallað er um keilusnið, jöfnur þeirra og speglunareiginleika. Nemendur þurfa að kunna skil á almennri flatarmyndafræði og þekkja helstu reglur og frumhugtök í tví- og þrívíðri rúmfræði, þrívíðu hnitakerfi og túlkun jafna í þrívídd eða fleiri víddum.
 TÖLV3CA05/TÖL303  Tölvufræði – verkefnaáfangi. Farið er yfir breitt svið tölvutengds efnis ásamt því að nemandi gerir lokaverkefni sem hann velur sér. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og hópavinnu.
 ÞJÓÐ3CA05  Áfanganum er ætlað að auka skilning nemandans á starfsemi þjóðarbúsins og  þeim öflum sem áhrif hafa á efnahagsþróun.  Fjallað er um markmið hagstjórnar og helstu hagstjórnartæki.  Starfsemi  og hlutverk Seðlabankans skoðað.  Kynntar eru  meginstefnur og straumar sem tengjast hagfræði þjóðarbúsins.  
Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru skoðaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum.  Alþjóðlegar stofnanir og samtök, sem eru virk á efnahagssviði, eru kynnt og sérstaklega skoðað hvaða áhrif þau hafa á íslenskt atvinnulíf.   Mikilvægi sjálfbærar þróunar í hagkerfum verður skoðuð og helstu hættur sem fylgja veldisvexti í hagkerfum greindar.
Skoðaðar eru kenningar um ytri áhrif og markaðsbresti með áherslu á umhverfisvandamál sem skapast
  af framleiðslu og neyslu í iðnvæddum samfélögum.  Vandi þriðja heims ríkja og samskipti þeirra við iðnvædd velferðarþjóðfélög skoðaður.  Kostir og gallar hnattvæðingar metnir, sérstaklega með tilliti til þriðja heims ríkja. 

 

Uppfært mánudagur, 14 janúar 2019 16:09

Áfangar á öðru þrepi

Áfangi  Viðfangsefni Undanfari H17  V18  H18 V19  H19 
ALÞV2BA05  Alþjóðaviðskipti   X X X X X
BÓKF2BA05/BÓK203  Bókfærsla  BÓKF1AA05/BÓK103 X X X X X
DANS2BA05/DAN212,203  Danska f. sjálfstæðan not. -b  DANS1AA05/DAN103 X X X X X
DANS2BB05/DAN303  Danska f. sjálfstæðan not. -c  DANS2BA05/DAN203 X X X X X
EÐLI2BA05  Hreyfing og kraftur   X X X X X
EÐLI2BB05  Raffræði, bylgjur og hreyfing  EÐLI2BA05 X X X X X
EFNA2BA05  Almenn efnafræði I   X X X X X
EFNA2BB05/EFN203  Almenn efnafræði frh.  II  EFNA2BA05 X X X X X
ENSK2BA05/ENS203 Enska f. sjálfstæðan not. B1/B2  ENSK1AA05/ENS103 X X X X X
ENSK2BB05/ENS303 Enska f. sjálfstæðan not. B2  ENSK2BA05/ENS203 X X X X X
FERÐ2BA05  Ferðafræði I   X   X    
FÉLA2BA05/FÉL103 Einstaklingur og samfélag   X X X X X
FÉLA2BB05/FÉL203  Kenningar og samfélag  FÉLA2BA05/FÉL103 X X X X X
FJÖL2BA05/FJÖ103  Fjölmiðlar og menning   X X X X X
FRAN2BA05/FRA403 Franska f. grunnnot. - d  FRAN1AC05/FRA303   X   X  
FRAN2BB05/FRA503  Franska f. sjálfstæðan not. - a  FRAN2BA05/FRA403 X X X   X
ÍSLE2BA05  Ritun og tjáning  ÍSLE1AA05/ÍSL103 X X X X X
ÍSLE2BB05/ÍSL203 Goðafræði, málsaga, ritun  ÍSLE2BA05/ÍSL203 X X X X X
JARÐ2BA05/NÁT113  Almenn jarðfræði   X X X X X
LAND2BA05  Mannvistarlandfræði            
LÍFF2BA05  Maðurinn  EFNA2BA05 X X X X X
LÍFF2BB05  Lífríkið  LÍFF2BA05 X X X X X
MARK2BA05/VIÐ113 Markaðsfræði    X X X X X
NÆRI2BA05/NÆR103  Næringafræði   X X X X X
REKS2BA05/HAG103  Rekstrarhagfræði   X X X X X
SAGA2BA05/SAG103  Fornöld til 18.aldar   X X X X X
SAGA2BB05/SAG203  Franska byltingin til samtímans   X X X X X
SÁLF2BA05/SÁL103 Almenn sálfræði   X X X X X
SÁLF2BB05/SÁL203  Þroskasálfræði  SÁLF2BA05/SÁL103 X X X X X
SPÆN2BA05/SPÆ403  Spænska f. grunnnot. - d  SPÆN1AC05/SPÆ303 X X X   X
SPÆN2BB05/SPÆ503  Spænska f. sjálfstæðan not. -a  SPÆN2BA05/SPÆ403 X X   X  
STFR2BA05/FÉL303  Stjórnmálafræði  FÉLA2BA05/FÉL203 X X   X  
STJÓ2BA05/VIÐ103  Stjórnun   X X X X X
STÆR2BA05/STÆ263  Föll, gröf og fjármál (f. alþjóða, félagsgr. og matvælagr.)  STÆR1AA05/STÆ103 X X X X X
STÆR2BB05/STÆ313

 Tölfræði, talninga- og líkindafr.
(allar brautir)

 STÆR2BA05/STÆR2BC05/
STÆ203/STÆ263

X X X X X
STÆR2BC05/STÆ203  Algebra, föll og gröf 
(f. raungr. og viðskiptagr.)
 STÆR1AB05/STÆ103 X X X X X
STÆR2BD05/STÆ303  Föll og gröf (f. raungr. og viðskiptagr.)  STÆR2BC05/STÆ203 X X X X X
TÖBÓ2BA05/BÓK213  Tölvubókhald  BÓKF2BA05/BÓK203   X   X
TÖLV2BA05/TÖL203  Hlutbundin forritun  TÖLV1AA05 X X X X X
TÖLV2BB05/TÖL113  Gagnasafnsfræði og vefforritun  TÖLV1AA05 X X X X X
VLÖG2BA05/VIÐ143  Lögfræði   X X X X X
ÞJÓÐ2BA05/HAG113  Þjóðhagfræði   X X X X X
ÞRÓU2BA05/FÉL313  Félagsfræði þróunarlanda  FÉLA1AA05/FÉL103 X X   X  
ÞÝSK2BA05/ÞÝS403  Þýska f. grunnnot. - d  ÞÝSK1AC05/ÞÝS303 X X X   X
ÞÝSK2BB05/ÞÝS503  Þýska f. sjálfstæðan not. - a  ÞÝSK2BA05/ÞÝS403 X X   X  

 

Áfangi  Áfangalýsing
 ALÞV2BA05 Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á mikilvægi alþjóðasamskipta á tímum hnattvæðingar.  Fjölbreytileiki alþjóðaviðskipta er kynntur og áhersla lögð á að skoða hvernig menning ólíkra þjóða hefur mótað viðskiptastefnu þeirra. Helstu viðskiptalönd Íslendinga kynnt og aukið vægi Asíu markaðar metið í alþjóðaviðskiptum. Starfsemi alþjóðastofnana sem grundvallast á milliríkja og fríverslunarsamningum er skoðuð svo og utanríkisstefna Íslendinga og þátttaka í fjölþjóðastarfi.     
 BÓKF2BA05/BÓK203 Í áfanganum er unnið með dagbók og reikningsjöfnuð og nemendur læra að leysa flóknari athugasemdir til færslu í millifærslur. Reikningum fjölgar , vörubirgðir eru reiknaðar frá meðalálagningu, unnið er með verðtryggingu, afföll og viðskipti við útlönd með tollafgreiðslu eru kynnt til sögunnar. Farið er yfir óbeinar afskriftir og aföll skuldabréfa. Uppgjör á rekstri og efnahag.
 DANS2BA05/DAN212,203 Lögð er áhersla á að nemendur geti skilið inntak sérhæfðra ritmáls- og talmálstexta sem þeir þekkja til eða hafa áhuga á. Nemendur eru þjálfaðir í að nota fjölbreyttan orðaforða og algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Hver nemandi á að geta lagt til talað efni af tiltekinni lengd eftir markvissan undirbúning, bæði í formi munnlegs prófs og kynningar fyrir samnemendur, þar sem jafningjamati er beitt. Ritþjálfun fer að mestu fram með notkun tölvu.
 DANS2BB05/DAN303 Lögð er áhersla á að nemendur verði læsir á flókna texta og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Nemendur fá ríkuleg tækifæri til munnlegrar og skriflegrar tjáningar og vinna saman að verkefnum og kynningum sem þeir flytja fyrir hópinn. Nemendur leita m.a. fanga á vefsíðum og horfa á stuttmyndir. Áhersla er lögð á skapandi skrif en einnig þjálfast nemendur í að umskrifa og bæta eigin texta.
 EÐLI2BA05  Hreyfing og kraftar. Þungamiðja áfangans er kynning á hreyfi- og kraftafræði Newtons, út frá línulegri hreyfingu, ásamt vinnu- og orkulögmálinu í tengslum við varmafræði. Þrýstings- og skriðþungahugtökin eru kynnt og hreyfifræðin útvíkkuð með athugun á hreyfingu í tveimur víddum og einfaldri hringhreyfingu. Nemendur eru þjálfaðir í vinnubrögðum raunvísinda. Þeir vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
 EÐLI2BB05 Raffræði, bylgjur og hreyfing. Efni áfangans skiptist í raffræði, bylgjufræði og flóknari hreyfilýsingu en í EÐL2BA05. Í raffræðinni er unnið með jafnstraumsrásir og ýmis grunnhugtök sem tengjast þeim. Fjallað er um raforku og rafafl og notkunarmöguleika þétta. Áhersla er lögð á hvernig raffræðin snertir daglegt líf nemenda. Í bylgjufræðinni er fjallað um helstu hugtök og reglur sem tengjast bæði efnisbylgjum og ljósi. Loks er unnið með hreyfi- og kraftafræði Newtons, fyrir reglubundna sveiflu og hreyfingu í þyngdarsviði. Í verklegum æfingum er sérstök áhersla lögð á túlkun og meðhöndlun grafa auk þess sem ætlast er til að framsetning gagna úr verklegum tímum sé á tölvutæku formi. Nemendur eiga að öðlast leikni í að vinna með eðlisfræðileg tæki svo sem fjölsviðsmæla og tölvutengd mælitæki og geta gert grein fyrir og útskýrt þau lögmál sem notuð eru í bóklegum og verklegum tímum.
 EFNA2BA05 Almenn efnafræði. Grunnáfangi í almennri efnafræði þar sem farið er í byggingu efnisagna og lotukerfið, efnatengi, nafnakerfi, helstu flokka efnahvarfa, lausnir, efnajöfnur og mólreikninga. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. 
 EFNA2BB05/EFN203 Almenn efnafræði – framhald. Framhaldsáfangi í almennri efnafræði þar sem farið er í gastegundir og gaslögmálin, orku í efnahvörfum, jafnvægi í efnahvörfum, hvarfhraða og leysni salta.
 ENSK2BA05/ENS203  Áhersla er lögð á lestur bæði bókmennta- og rauntexta þannig að nemandi geti beitt mismunandi lestraraðferðum. Hlustunaræfingar miða að því að nemendur geti skilið ótextað mynd- og útvarpsefni. Aukin áhersla lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða og grunnstig þverfaglegs orðaforða vísinda og fræða. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Í ritunarþætti áfangans er lögð áhersla á setningaskipan, orðaforða og skipulega framsetningu.
 ENSK2BB05/ENS303 Áhersla er lögð á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en í ENSK2BB05. Þeir verða þjálfaðir í að tileinka sér grunnorðaforða vísinda og fræða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar með umorðunum og útskýringum. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða.
 FERÐ2BA05 Í áfanganum eru kynntir helstu ferðmannastaðir í byggð og óbyggð. Skoðaðir eru ferðamöguleikar og framboð, eftir hverju er að sækjast fyrir ferðamenn á Íslandi. Skoðuð eru helstu einkenni þjóðlífs, menningar og náttúru landsins. Farið er yfir helstu atriði náttúruverndar og skoðað hvernig nýting lands og ýmis afþreying í ferðaþjónustu getur farið saman. Skoðað er hvernig atvinnugreinin hefur byggst upp og hvaða verkferlar eru viðhafðir í stjórnun ferðamála. Nemendur þurfa að þekkja helstu gisti-og hótelkeðjur. Farið er yfir vegakerfi landsins og skoðaðar eru aðrar samgönguleiðir. Kennd er notkun handbóka og upplýsingamiðla um land og þjóð.
FÉLA2BA05/FÉL103 Í þessum áfanga fer fram kynning á félagsfræði og öðrum greinum félagsvísindanna eins og stjórnmálafræði, sálfræði, þjóðfélagsfræði og mannfræði. Nemendur fá fyrstu kynningu af vinnubrögðum félagsvísindagreina, hvernig þær safna upplýsingum og vinna úr þeim. Í byrjun áfangans er áhersla lögð á félagsmótun og félagsmótunar-aðila og nærumhverfi nemenda skoðað út frá því hugtaki. Þegar á líður víkkar umfjöllunarefnið og endar í umfjöllun um samfélag þjóða. Nemendur munu beita sjónarhorni félagsvísindagreina við að skoða fjölskyldu, menningu, mismunandi sambúðarformum, vinnumarkað, stjórnarkerfi, stjórnsýslu og Ísland í samfélagi þjóða, einkum til að kanna hvaða áhrif ofangreindir þættir hafa á líf þeirra en jafnframt hvernig þeir geti haft áhrif á sömu þætti.
 FÉLA2BB05/FÉL203 Í áfanganum kenningar og samfélag er kafað dýpra í hluta þeirra grunneininga samfélagsins sem fjallað var um í áfanganum um Einstakling og samfélag. Fjallað er um helstu kenningar í félagsfræði, það er samvirkni-, átaka og samskiptakenningar. Nemendur kynnast helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og rannsóknum sem þeir hafa staðið fyrir. Kenningum er beitt til að skoða ólík félagsleg fyrirbæri svo sem samskipti, frávik og afbrot, félagslega lagskiptingu og kynhlutverk. Lögð er áhersla á að nemendur verði læsir á umhverfi sitt svo þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Í áfanganum er skilningur nemenda og þekking á lýðræði, mannréttindum, jafnræði og félagslegum ójöfnði dýpkaður. Skoðað er samspil umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags út frá áherslum um sjálfbærni.
 FJÖL2BA05 Áfanginn er inngangur og kynning á fjölmiðlum. Fjallað verður um þrjú form nútímafjölmiðlunar: blöð og tímarit, ljósvakamiðla og fjölmiðlun innan netheima. Kannað verður hvað einkennir boðskipti innan þeirra og þau borin saman, bæði í sögulegu og fræðilegu samhengi. Einnig verður farið í sögu nútímamenningar, nemendur kynna sér ýmsar tegundir afþreyingarmenningar sem fjölmiðlar hafa skapað. Sérstaklega er tekið á sögu dægurtónlistar, uppruna hennar og stefnum, kvikmynda- og leikhúsmenningar og tískufyrirbæra í víðri merkingu. Fjallað verður um fréttaflutning í nútímasamfélagi og hvernig fjölmiðlar og fréttastofur meðhöndla fréttir. Þess er ætlast að nemendur fylgist nokkuð með þeim atburðum sem eru að gerast á líðandi stundu. Ennfremur er fjallað um kenningar um áhrifamátt fjölmiðla og þátt þeirra í félagsmótun einstaklinga og á þróun og tíðarandann í samfélaginu.
 FRAN2BA05/FRA403  Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er áfram með undirstöðuatriði tungumálsins. Haldið er áfram að þjálfa nemendur jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptum, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er mikil á framburð og tjáningu bæði í töluðu og rituðu máli, aukningu á fjölbreyttum orðaforða og unnið með flóknari myndir frönskunnar. Nemendur kynnast fjölbreyttari hliðum franskrar menningar sem og menningu annarra frönskumælandi landa. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám og frumkvæði nemenda og að þeir fylgist í sífellu með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópsku tungumálamöppunni. Áhersla er á að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við margvíslegar aðstæður í dagleg lífi.
 FRAN2BB05/FRA503 Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Meginmarkmið er að auka og bæta orðaforða og tjáningarhæfni í frönsku og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda í náminu. Lögð er áhersla á að nemendur lesi margvíslegt efni sér til gagns og ánægju og þjálfist í að hlusta á talað mál. Rifjuð er upp og þjálfuð málfræði þar sem þurfa þykir. Nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 ÍSLE2BA05  
 ÍSLE2BB05/ÍSL203
 JARÐ2BA05/NÁT113 Almenn jarðfræði. Í áfanganum er áhersla lögð á að kynna virkni innrænna og útrænna afla og samspil þeirra við menn og umhverfi. Leitast er við að vekja áhuga og skilning á þeim ferlum sem móta landið og skapa þær náttúrlegu aðstæður sem menn búa við. Stuðlað er að aukinni meðvitund um áhrif mannsins á náttúruna.
 LÍFF2BA05 Maðurinn. Í áfanganum er fjallað um vísindagreinina líffræði, tengsl hennar við aðrar vísindagreinar, vísindaleg vinnubrögð kynnt og fjallað um tengsl líffræði við daglegt líf. Farið er í sameiginleg einkenni lífvera, efnasamsetningu, byggingu og starfsemi frumna, ólífræn efni, lífræn efni og efnaskipti. Fjallað er um erfðaefnið og grunnhugtök erfðafræðinnar ásamt erfðum. Farið er í æxlun og fósturþroskun dýra og vefi, líffæri og líffærakerfi mannslíkamans.
 LÍFF2BB05  Maðurinn. Í áfanganum er fjallað um vísindagreinina líffræði, tengsl hennar við aðrar vísindagreinar, vísindaleg vinnubrögð kynnt og fjallað um tengsl líffræði við daglegt líf. Farið er í sameiginleg einkenni lífvera, efnasamsetningu, byggingu og starfsemi frumna, ólífræn efni, lífræn efni og efnaskipti. Fjallað er um erfðaefnið og grunnhugtök erfðafræðinnar ásamt erfðum. Farið er í æxlun og fósturþroskun dýra og vefi, líffæri og líffærakerfi mannslíkamans.
MARK2BA05

Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræði. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélag. Fjallað er um söluráða og samval þeirra við markaðssetningu, um mikilvægi faglegs markaðsstarfs í síbreytilegu samfélagi, afstöðu fyrirtækja til markaðarins, vöruþróun og líftíma vöru, verðákvarðanir, kynningarstarf, sölustaði og dreifileiðir. Kynnt eru fyrir nemendum helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, kauphegðun, ímynd, markaðsrannsóknir, markaðsáætlanir og vinnubrögð við markaðssetningu. Leitast er við að tengja námið íslensku viðskiptalífi með verkefnum og umræðum og að nemendur kynnist vinnubrögðum í markaðssetningu með hagnýtu verkefni á því sviði.

 NÆRI2BA05/NÆR103  Næringarfræði. Í áfanganum er farið í hlutverk næringarefna í líkamanum og hvernig komið er í veg fyrir næringarskort. Fjallað er um orku- og næringarþörf einstaklinga og útreikningar á orkuþörfmetnir með tilliti til opinberra ráðlegginga. Fjallað er um orkuefnin kolvetni, fitu og prótein,vítamín og steinefni. Melting og frásog og nýting næringarefna eru jafnframt skoðuð. Fjallað er um næringarþarfir sérstakra hópa, s.s. barna, unglinga, aldraðra og íþróttafólks. Einnig er fjallað um algengt sérfæði m.a. fæðutegundir sem geta valdið ofnæmi og óþolsviðbrögðum. Fjallað er um fæðutengdar ráðleggingar til Íslendinga, tilgang og niðurstöður íslenskra neyslukannana.
 REKS2BA05/HAG103  Lögð er áhersla á að nemendur kunni skil á uppbyggingu fyrirtækis sem efnahagsheild og hvernig það þrífst í samkeppni við önnur fyrirtæki. Nemendur öðlist skilning á eðli og uppbyggingu fyrirtækja og helstu þætti er varða innra skipulag þeirra og ytri aðstæður. Nemendur læri einnig að kynnast framleiðsluháttum og starfsgrundvelli fyrirtækja, staðarvali þeirra, stefnumótun, markmiðssetningu, kostnaðargreiningu og samkeppni. Nemendur kynnast grunnþáttum markaðsfræði og bókhalds. Fjallað er um framleiðslu og afköst, tæki og mannafla, tekjur, kostnað og afkomu. Lögð er áhersla á að nemendur þekki uppbyggingu skipurita og fjalli um helstu stjórnunarstíla.
 SAGA2BA05/SAG103  Helstu þættir mannkynssögu frá upphafi til 1800, með aðaláherslu á Evrópu rannsakaðir. Nemendur velja sér atburði eða tímabil til nánari rannsóknar og umfjöllunar í samráði við kennara. Lögð er áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og skýra framsetningu.
 SAGA2BB05/SAG203  Saga mannkyns frá frönsku byltingunni til samtímans.
SÁLF2BA05/SÁL103 Kynning á ýmsum stefnum sálfræðinnar, þróun, sögu og rannsóknaraðferðum. Líffræðileg starfsemi heila og taugakerfis, helstu atriði námssálfræðinnar auk kenninga og rannsóknarniðurstöður á svefni og draumum kynntar.
 SÁLF2BB05/SÁL203 Fjallar um þroskaferil mannsins frá getnaði fram á fullorðinsár. Einkenni líkamsþroska, vitsmunaþroska, félagsþroska, tilfinninga- og persónuleikaþroska á ólíkum aldursstigum kynnt. Þróun greinarinnar kynnt bæði sögulega og út frá ólíkum þroskakenningum. Farið er í hin ýmsu þroskafrávik og þau skoðuð út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Ýmis álitamál s.s. ótímabærar þunganir, vanræksla og starfslok rædd. Hin ýmsu mótunaráhrif skoðuð með sérstakri áherslu á unglingsárin. Öldrunarsálfræði kynnt.
 SPÆN2BA05/SPÆ403 Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Unnið er að frekari færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Nemendur kynnist frekar menningu spænskumælandi landa. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og lesskilning, svo þeir geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Nemendur geti lesið sér til gagns og ánægju og beitt til þess ólíkum lestraraðferðum. Nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 SPÆN2BB05/SPÆ503 Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Meginmarkmið er að auka og bæta orðaforða og tjáningarhæfni í spænsku og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda í náminu. Lögð er áhersla á að nemendur lesi margvíslegt efni sér til gagns og ánægju og þjálfist í að hlusta á talað mál. Rifjuð er upp og þjálfuð málfræði þar sem þurfa þykir. Nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
 STFR2BA05/FÉL303   Í áfanganum er stjórnmálafræði kynnt sem fræðigrein og nemendum kynntar aðferðir og viðfangsefni greinarinnar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni. Nemendur læra að greina helstu hugmyndafræðistrauma stjórnmála. Fjallað er um einkenni og forsendur lýðræðis og hvað greinir lýðræði frá einræðis- og alræðisstjórnarfari. Rakin er þróun íslenskra stjórnmála og stjórnskipunar. Fjallað er ítarlega um lýðræði, vald, mannréttindi og jafnrétti. Farið verður í íslenska stjórnmálakerfið og stjórnmálaþátttöku út frá ólíkum kenningum.
 STJÓ2BA05/VIÐ103 Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun s.s stjórnskipulag og fyrirtækjabrag, boðleiðir, stjórnunarkenningar, stjórnunarstíla, hópa og hópavinnu, starfshvata, verkstjórn, valdaframsal og fyrirtækjalýðræði, upplýsingar og upplýsingamiðlun, starfsmannastjórnun, starfsmannastefnu, starfsmannaáætlanir, móttöku nýliða, uppbyggingu viðtala, starfsþjálfun og ýmis stjórntæki kynnt. Þá er farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði og stefnumótun. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Nemendum er kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Viðfangsefni áfangans miða meðal annars að því að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi. 
 STÆR2BA05/STÆ263 Áfanganum er ætlað að undirbúa nemendur undir áframhaldandi nám á alþjóða- og félagsgreinabrautum. Í áfanganum. er lögð áhersla á að nemdndur kynnist hvernig stærðfræði er notuð til að leysa margvísleg verkefni daglegs lífs. Helstu efnisþættir eru algebra, jöfnur og rökfræði. 
 STÆR2BB05/STÆ313  Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim. Farið er í undirstöðuhugtök úr lýsandi tölfræði, talningafræði, mengjafræði,og líkindareikningi. Við lausn verkefna eru notuð tölvuforrit.
 STÆR2BC05/STÆ203 Áfanginn er ætlaður nemendum á raungreina- og viðskiptabraut. Helstu efnisþættir eru algebra, föll og margliður og fjármálalæsi.
 STÆR2BD05/STÆ303 Efni áfangans er að kunna skil á mismunandi gerðum falla, s.s. margliðum,algildisföllum, hornaföllum, logrum, vísisföllum, samskeyttum og samsettum föllum.
 TÖBÓ2BA05/BÓK213  Nemendur dýpka skilning sinn á bóhaldshringrás og þjálfast í að hefja bókhald og loka því samkvæmt reglum tvíhliða bókhalds. Bókhald fært í tölvukerfi eftir fylgiskjölum með bókhaldslyklum. Farið er yfir kröfur sem gerðar eru til tölvubókhaldskerfa og varðveislu gagna og fylgiskjala sem notuð eru við slíkt bókhald. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á hvernig fjárhagsbókhald sækir upplýsingar í birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald. Fjallað um uppgjör virðisaukaskatts og uppgjörsfærslur, launaseðla, afstemmingar og leiðréttingafærslur. Kynntir eru möguleikar á ýtarlegri skýrslugerð ásamt túlkun og greiningu upplýsinga. Nemendum er kynnt mikilvægi upplýsingakerfa fyrir nútímastjórnendur þar sem nákvæmar upplýsingar í rauntíma nýtast og eru grunnforsenda við skilvirka ákvarðanatöku.
 TÖLV2BA05/TÖL203 Hlutbundin forritun. Í áfanganum fá nemendur æfingu í hlutbundinni forritun. Farið er yfir mismunandi ferli við hugbúnaðargerð. Unnið verður jöfnum höndum með textabundin og myndræn notendaskil. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda.
 TÖLV2BB05/TÖL113 Gagnasafnsfræði og vefforritun. Farið er yfir helstu hugtök gagnasafnsfræða og vefforritunar. Skipulag og vensl gagnasafna og fyrirspurnarmálið SQL. Farið er í greiningu, hönnun og smíði gagnasafna. Gerð einindavenslalíkana, tögun eiginda og lyklun. Gerð er heimasíða með tengingu við gagnagrunn. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda.
 VLÖG2BA05/VIÐ143 Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarkerfis. Áhersla er lögð á kynningu á lögum og reglum sem tengjast viðskiptalífinu. Miðað er að því að gefa nemendum innsýn í umfang löggjafar á þessu sviði og að þeir þekki helstu meginreglur hennar, s.s. samningagerð og kröfuréttarsambönd, lausafjárkaup og fasteignakaup, stéttarfélög og vinnudeilur, réttindi og skyldur aðila vinnumarkaðarins, gjaldþrot, greiðslustöðvun og nauðasamninga. Fjallað verður um samkeppnislög, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, vöruvernd og auðkennarétt. Fjallað er stuttlega um sifja- og erfðarétt.
 ÞJÓÐ2BA05/HAG113 Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra. Mismunandi tegundir hagkerfa kynntar. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Nemendur kynnast lögmálinu um framboð og eftirspurn. Kynnast því hvaða áhrif verðbólga, vextir, hagsveiflur, atvinnuleysi og milliríkjaviðskipti hafa á þjóðarbúið.
 ÞRÓU2BA05/FÉL313 Í áfanganum verður fjallað um framandi menningarheima og svokölluð þróunarlönd. Nemendur kynnast hugtökum, kenningum og mikilvægi þróunarsamvinnu til bættara samfélags í anda mannréttinda og velferðar. Nemendur kynnast ólíkum samfélagsgerðum og helstu vandamálum þróunarlanda. Skoðaðar verða orsakir félagslegrar lagskiptingar og misskiptingar auðs og lífsgæða í heiminum. Nemendur kynnast afleiðingum fátæktar í heiminum og mikilvægi sjálfbærni í því samhengi. Nemendur átti sig á mikilvægi þess að vera meðvitaðaðir um samábyrg gildi og viðhorf til að stuðla að jafnræði í heiminum. Markmiðið er að nemendur átti sig á þriðja heiminum og mikilvægi þess að allir jarðarbúar geti framfleytt sér ásamt því að auðlindir jarðarinnar eru sameign íbúa hennar.
 ÞÝSK2BA05/ÞÝS403 Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Unnið er að frekari færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Nemendur kynnist frekar menningu þýskumælandi landa. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og lesskilning, svo þeir geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Nemendur geti lesið sér til gagns og ánægju og beitt til þess ólíkum lestraraðferðum. Nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eing frumkvæðis og vinnu.
 ÞÝSK2BB05/ÞÝS503 Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2/B1 í evrópska tungumálarammanum. Meginmarkmið er að auka og bæta orðaforða og tjáningarhæfni í þýsku og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda í náminu. Lögð er áhersla á að nemendur lesi margvíslegt efni sér til gagns og ánægju og þjálfist í að hlusta á talað mál. Rifjuð er upp og þjálfuð málfræði þar sem þurfa þykir. Nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eing frumkvæðis og vinnu.

 

 

Uppfært miðvikudagur, 30 maí 2018 23:01

Go to top