Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

MAR152 Markaðsfræði

 

Undanfari: enginn

Farið er í eftirfarandi þætti: Markaðssókn og söguleg þróun hennar, mikilvægi faglegs markaðsstarfs í síbreytilegu samfélagi, afstaða fyrirtækja ti markaðarins, söluráðar fyrirtækja, vöruþróun, líftími vöru, hvað á að selja og hvernig, verðákvarðanir, auglýsingar og annað kynningarefni, sölustaðir og dreifileiðir. Gerð er grein fyrir því hvað felst í hugtakinu markaðssókn, þ.e. allar þær athafnir sem stuðla að því að beina vöru og þjónustu frá framleiðanda til neytanda. Rakin helstu sögulegu stigin eða áhersluatriðin, framleiðsluáhersla, söluáhersla, markaðssóknaráhersla og þjóðfélagsáhersla. Fjallað um hringrás efnahafslífssins og þá verðmætasköpun sem þar á sér stað. Áhersla lögð á þýðingu verkaskiptingar í nútíma þjóðfélagi. Athyglinni beint að kaupandanum. Rakin stig kaupferilsins og þeim aðstæðum lýst sem einkum hafa áhrif á hegðun vandamálum sem í vegi eru þegar taka þarf ákvarðanir í markaðssókn. Farið yfir undirstöður framlegðarútreikninga. Samhliða ofangreindum þáttum verður leitast við að tengja námið íslensku viðskiptalífi með verkefnum og umræðum um vandamál líðandi stundar.

Markmið
Nemandi

 

  • kynnist inntaki hugtaksins markaðssókn og því umfangsmikla sviði sem hún fjallar um
  • öðlist yfirsýn yfir markaðinn og þau vandamál sem þar er við að etja
  • kynnist hugsunarhætti og viðhorfum markaðsfræðinnar og þeim hugtökum sem hún byggir á

     

  • Uppfært þriðjudagur, 13 maí 2008 14:21

    Go to top