Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

REF102 Rekstur og fjármál

Áfangi: REF102

Rekstur og fjármál

Einingar:

2 einingar (3 fein)

 

Hæfniþrep: 4

 

 

Lýsing: Markmið áfangans er að nemendur öðlist yfirsýn yfir rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu og umhverfi þeirra. Fjallað er um starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja, stofnun þeirra, mismunandi rekstrarform, rekstrarumhverfi, framboð og eftirspurn. Fjallað er um tekju og kostnaðarhugtök, verðstefnu og markaðsform. Þá er farið yfir áætlanir og áætlanagerð s.s. rekstraráætlun, greiðsluáætlun, efnahagsáætlun og viðskipta­áætlun. Að auki er fjallað um tímavirði peninga er varða mat á margvíslegum fjárfestingarkostum sem og greiningu viðskiptatækifæra.

Forkröfur er engar

Þekkingarviðmið

 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Grundvallarhugtökum innan rekstrarhagfræði.
 • Verðmyndun á markaði, framboði, eftirspurn og jafnvægi.
 • Framleiðsluþáttum og flokkun fyrirtækja eftir starfsemi.
 • Mismunandi rekstrarformum fyrirtækja, innra skipulagi þeirra og starfsgrundvelli.
 • Verðmætasköpun og ráðstöfun verðmæta.
 • Helstu kostnaðarhugtökum.
 • Mismunandi valmöguleikum við fjármögnun fyrirtækja.
 • Mikilvægi áætlanagerðar í rekstri fyrirtækja og helstu tegundir áætlana.

 

Hæfniviðmið

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Leggja mat á tekjur, rekstrarkostnað og afkomu fyrirtækja.
 • Taka þátt í margvíslegri áætlanagerð fyrirtækja.
 • Meta hagkvæmustu fjárfestingakosti fyrirtækja út frá fyrirliggjandi upplýsingum.
 • Álykta um það hvað sé vel rekið fyrirtæki frá sjónarhóli rekstrarhagfræðinnar

Leikniviðmið

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Afla hagfræðilegra upplýsinga og leysa verkefni er tengjast rekstrarhagfræði.
 • Túlka heildareftirspurn og heildarframboð í hagkerfinu með hjálp einfalds haglíkans.
 • Greina kostnað og tekjur fyrirtækja.
 • Reikna helstu stærðir reksturs sem áætlanagerð byggir á.
 • Skoða og reikna hagkvæmustu fjárfestingakosti fyrirtækja.

Námsmat: Samanstendur af fjölbreyttri verkefnavinnu og skriflegu lokaprófi.

Uppfært miðvikudagur, 25 júní 2014 10:48

Go to top