Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

FÉL323 Mannfræði

Mannfræði

Undanfari: FÉL203

 

Áfangalýsing

Í mannfræði er manneskjan rannsökuð sem bæði dýrategund og félagslegt fyrirbæri. Í þessum áfanga er fjallað um ýmsar ólíkar nálganir mannfræðinnar að viðfangsefni sínu, manninum. Mannfræði er oft skipt upp í fjóra flokka; félagslega eða menningarmannfræði, líffræðilega mannfræði, málvísindalega mannfræði og fornleifafræði. Aðal áherslan verður lögð á félagslega mannfræði en nemendur fá einnig nokkra innsýn í nálgun líffræðilegrar mannfræði, til dæmis fornmannfræði og réttarmannfræði. Kynnt verða helstu umfjöllunarefni mannfræðinga og meginrannsóknaraðferð mannfræðinga, þátttökuathugun, verður skoðuð. Nemendur munu kynnast mismunandi menningarheimum og eiga að geta tileinkað sér afstæðishyggju sem hluta af aðferðafræði fagsins. Meðal þess sem tekið verður fyrir er fjölbreytileiki í fjölskylduformum, kynhlutverkum, trúarhugmyndum, hagkerfum, stríðsrekstri og friðarferlum. Heildræn sýn mannfræðinnar í rannsóknum á grunnstoðum ólíkra samfélaga er höfð í forgrunni sem og mikilvægi mannfræðinnar í hnattrænu samfélagi nútímans.

Lokamarkmið áfanga:

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings til að:

 • Lýsa sértækum hugtökum mannfræðinnar.
 • Fjalla um sögu mannfræðinnar.
 • Skýra sérstöðu mannfræðinnar og kynna helstu undirgreinar hennar.
 • Greina á milli fjögurra flokka mannfræðinnar.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Miðla þekkingu sinni á ólíkum menningarheimum bæði skriflega og munnlega.
 • Kynna sér mannfræðilegar rannsóknir á ýmsum stöðum í heiminum og útskýra þær.
 • Leysa mismunandi mannfræðiverkefni og setja fram úrlausnir sínar með ýmsum hætti.

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Bera saman rannsóknir erlendra og íslenskra mannfræðinga hérlendis og erlendis. 
 • Setja fram gagnrýnið mat á þróunarhugtakinu og ýmsum öðrum hugtökum og kenningum.
 • Beita afstæðishyggju við að greina á milli ólíkra menningarheima. 
 • Tengja saman viðfangsefni mannfræðinnar við þátttökuathuganir og etnógrafíur.
 • Ræða siðferðileg vandamál við helstu rannsóknaraðferð mannfræðinga, þátttökuathugun.
 • Tileinka sér gagnrýna og sjálfstæða hugsun við að rýna í mannfræðilega rannsóknir.

Uppfært fimmtudagur, 12 september 2013 11:25

Go to top