Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaMóttökuáætlun - annað móðurmál /heyrnaskertir nemendur

Móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku og heyrnalausa/heyrnaskertra nemenda.

Þetta LSM skjal byggir m.a. á VKL-203 um leiðbeiningu nema

 Í lögum um framhaldsskóla 92/2008 segir í 35. gr.

 „Framhaldsskólar skulu setja sér áætlun um móttöku nemenda. Móttökuáætlun framhaldsskóla skal vera aðgengileg nemendum og foreldrum, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um námið og skólastarfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrnarlausum foreldrum er greint frá möguleikum á túlkaþjónustu. Móttökuáætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum“

 

Móttaka nemenda af erlendum uppruna.

 1. Nemendur sækja um í gegnum Menntagátt.
 2. Nýnemum  og  nemendum sem hafa búið lengi erlendis  býðst að fara í hægferð í kjarnagreinum.
 3. Nemendum býðst að taka ÍSA áfanga og/eða stoðtíma í íslensku
 4. Nemendur fá aðstoð  námsráðgjafa  við að skipuleggja námið.
 5. Námsráðgjafar fylgjast með námsframvindu nemenda og aðstoða þá við utanumhald í námi
 6. Nemendur fá  lengdan próftíma/séraðstæður í lokaprófum  og aðstoð við lestur prófa þurfi þeir á því að halda. 
 7. Námsráðgjafar eru foreldrum innan handar.

 

Móttaka heyrnalausra/heyrnaskertra nemenda.

 1. Nemendur sækja um á Menntagátt.
 2. Nemendum fá kennslu við hæfi eins og kostur er.
 3. Nemendum býðst að fara í hægferð í byrjendaáföngum í kjarnagreinum.
 4. Nemendur fá aðstoð túlka á kennslutíma.
 5. Nemendur fá séraðstæður í  prófum og lengri próftíma.
 6. Nemendur fá aðstoð námsráðgjafa við að skipuleggja námið.
 7. Námsráðgjafar sjá um samskipti við Samskiptamiðstöð vegna túlkaþjónustu.

Uppfært sunnudagur, 14 febrúar 2016 13:14

Go to top